Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 35

Hlín - 01.01.1925, Page 35
Hlk 33 má nefna, að fyrstu árin eftir að Listigarður Akureyrar var yrktur, var þar að eins daglaunavinna og ígripavinna bæjarbúa. En það var brátt auðsýnilegt, að garðurinn gat ekki þrifist með því móti. Garðyrkjukonur hafa nú starfað þar síðustu 8 árin, og hefir víst engan iðrað, að sú breyting var gerð. »En«, segja menn, »þetta verður sveitum og kauptún- um ofvaxið. Undir þeim bagga getum við ekki risið.« — Jú, þessa vinnukonu getur sveitin hæglega haldið, ef hún vill. — En það þarf að vera góð samvinna um þetta, eins og annað sem samtök eru gerð um, góð stjórn og holl stefna í starfinu. — Framkvæmdarnefnd eða fje- lag sem rjeði stúlkuna, stjórnaði umferðarstarfi hennar, gyldi henni kaup o. s. frv. Það vill nú svo vel til að rekspölur er að komast á málið. Það var einmitt samþykt á síðasta búnaðarþingi samkvæmt áskorun frá Sambandi nórðlenskra kvenna og Ungmennafjel. sambandi Árness- og Rangárvallasýslu »Skarphjeðni«, að ætla árlega nokkurt fje til umferðar- kenslu í garðyrkju og matreiðslu, greiða alt að lh kostn- aðar, og varð fjelagið við þeirri beiðni.* Retta er vel af stað farið og rjett. Það sjá allir, að B. f. er einmitt sú stofnun sem á að leggja þessari starfsemi lið, og ekki sæi jeg eftir að hún legði fram alt að 5000 krónum ár- Iega til umferðargarðyrkjukenslu í sveitum og kauptúnum (og aðrar 5000 til umferðarmátreiðslukenslu eða hús- mæðrafræðslu). F*að er að eins V20 af því fje sem fje- laginu er veitt á fjárlögum. Ekki er nú til mikils mælst, þótt það gengi til að bæta og fegra heimilin. Við verðum að gera kröfur fyrir heimilin, alt er undir því komið að þau verði viðunanleg. Ungmennafjelög, búnaðarfjelög og kvenfjelög, bæjar- * B. í. hefir 2 undanfarandi ár greitt 'h kostnaðar við umferðar- kenslu i matreiðslu á Suður- og Vesturiandi, 3

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.