Hlín - 01.01.1925, Síða 9
Hlln
7
lýðsfjelögum á Sambandssvæðinu um heimilisiðnaðar-
málið og hvetja þau til að taka það á stefnuskrá sína
óg koma upp vinnustofum.«
Samþykt að kaupa 100 eintök af ritgerð Jóns Sigurðs-
sonar, Hofgörðum, Snæfellsnesi, »Um Heimilisiðnað« og
útbýta á Sambandssvæðinu.
Fundurinn sendi stofnanda og heiðursfjelaga Sam-
bandsins, frk. Halldóru Bjarnadóttur, kveðjuskeyti. Fund-
inum barst samúðarskeyti frá fjarverandi siglfirskri konu,
Kristínu Þorsteinsdóttur.
VI. Lesið brjef frá Kvenrjettindafjelagi íslands, Reykja-
vík, þar sem norðlenskum konum er gefinn kostur á að
næsti landsfundur kvenna, sem verði sumarið 1926, skuli
haldinn á Akureyri. Oat fundurinn enga ákvörðun tekið
að svo stöddu, en svohljóðandi tillaga samþykt:
»Fundurinn felur stjórn S. N. K., að ákveða hvar
næsti Sambandsfundur skuli haldinn. Fari svo að lands-
fundur kvenna verði haldinn á Akureyri, skal stjórn-
inni heimilt að greiða úr Sambandssjóði sem nemur
húsaleigu til fundarhaldsins.«
Fundi frestað til næsta dags.
Fimtudag 2. júlí var fundi haldið áfram.
VII. Bindindismál: Framsögukona Nanna Valdimarsd.
Var málið tekið til umræðu samkvæmt ósk frá Kven-
fjelagi Svalbarðsstrandar á síðasta aðalfundi Sambandsins.
Málið talsvert rætt. Svohljóðandi tillaga kom frá Helgu
Kristjánsdóttur:
»Fundurinn er samþykkur því að bindindismálið
verði tekið á stefnuskrá S. N. K.«
Lagði Ouðrún Björnsdóttir til að tillagan skyldi orðast
svo:
»Fundurinn tjáir sig eindregið hlyntan bindindisstarf-