Hlín - 01.01.1925, Page 24
22
Hlin
aldar, en á þeim líma var land okkar og þjóð komin
undir erlent vald og flakandi í sárum eftir Sturlungaöld-
ina. — íslendingar höfðu gleymt bróðurkærleikanum, og
sumir þeirra sonarrækt við ættlandið sitt, og voru að
uppskera ávex i sinnar eigin skammsýni og menningar-
leysis. — Þá var mikið af öreigalýð á Norðurlandi, og
hafði Lárentíus þann sið að messa sjálfur á stórhátíðum
og úthluta miklum ölmusum meðal fátækra manna, er til
staðarins sóttu. Þar að auk voru 12 öreigar heimilisfastir
á útibúum hans, en fleiri um langaföstu. Biskup ljet
einnig útbýta til fátækra manna í stiftinu biskupstíundum,
sakeyti og offrum frá Mikjálsmessu til hvítasunnu, og
var sú upphæð aldrei minni en 20 hundruð, er fátækir
menn fengu þannig í mat og vaðmálum. — Snauðum
mönnum öllum, er guðsþjónustu sóttu á helgum dögum
og hátíðum, skyldi gefin góð máltíð á staðnum. — Presta-
spítala kom hann upp á Kvíabekk í Ólafsfirði og gaf
þangað mikið fje af eignum sinum og fjekk aðra til að
gefa, svo þangað safnaðist mikill auður. Var mikil þörf
á slíku, þvi ekki áttu fátækir prestar völ á öðru en fara
á húsgang, er þeir gátu ekki þjónað embætti sökum elli
eða vanheilsu. Og áður en biskup dó, sá hann gleðileg-
an árangur af starfi sínu, því þá voru á Kvíabekk margir
gamlir og hpilsulitlir prestar, sem lifðu glaðir og áhyggju-
lausir um líkamlegar þarfir sínar.
Svo stórfenglegt var líknarstarf hinna vitrustu og bestu
manna í fyrri daga. — Eins og sólir skína þeir á sögu-
himni okkar íslendinga, og þrátt fyrir marga dökka ský-
flóka á þeim himni, senda þessir menn birtu og hlýju í
hug og hjarta hvers einasta manns, sem sögurnar les
með athygli.
Mjer dettur í hug austræna spakmælið, sem Sigurður
Kr. Pjetursson tekur upp í formálann fyrir »Ljóðfórnir«.
»Ef þú ert ekki sjálfur sól, þá getur þú ef til vill verið
reikistjarna.< — Pó við getum ekki, hver fyrir sig, iátið