Hlín


Hlín - 01.01.1925, Side 28

Hlín - 01.01.1925, Side 28
26 Hlín um, einmitt á þeim tíma, sem mannslíf voru ekki meira metin en það, að börn voru bórin út. — Það var einnig margt af öreigalýð á Norðurlandi, sem ekki átti föt eða mat, hús eða heimili, þegar Lárentíus biskup stofnaði prestaspítala í Óiafsfirði og fjekk menn til að Ieggja þar til fje og »þangað safnaðist mikill auður«. — Mjer finst, að við ættum að taka okkur þessa tvo ágætismenn til fyrirmyndar og láta ekki erfiðleikana vaxa okkur yfir höfuð. Það hefir verið sagt um berklahælismálið, að það væri tilfinningamál. Pað er það sannarlega, sem betur fer, þvi illa værum við stödd í menningarlegu tilliti, ef við fynd- um ekki til þess, að sjá unga fólkið hrynja niður úr berklum, án þess að geta gert veruiega tilraun til að bjarga því. Unga fólkið sem á að rækta og byggja landið í framtíðinni. Ef vió hefðum litla eða enga tilfinning af því, værum við andlegir aumingjar eða orðin áð nátt- tröllum, langt frá vegi ættjarðarástar, mannúðar og bróð- urkærleika. Nei, svo djúpt erum við ekki sokkin. Áður en við skiljum, ætla jeg að minnast á þá grein liknarstarfseminnar, sem mest og oftast hefir verið deilt á, en það eru gjafir til fátækra. Jeg ætla ekki að meta að neinu leyti fjárhagsþýðingu þeirrar hliðar. En jeg ætla að segja ykkur sanna sögu af því, hver áhrif hún getur haft á sálarlíf manna. Fyrir rúmum 20 árum bjó fátækur bóndi á litlu koti í Eyjafirði. Hann átti 4 börn á gólfinu og konuna sína veika i rúminu. Pá var enga hjúkrun að fá tii sveita, heimilin urðu að hjálpa sjer sjálf, og fáir munu geta ímyndað sjer stríðið, sem háð var innan veggja þessa kotbæjar. En vegna tímans fer jeg ekki lengra út í það. — Einn dag snemma sumars var læknirinn sóttur, og sagði hann bóndanum, að konan hans mundi ekki lifa af sumarið. En svo stóð á, að tengdafaðir veiku kon- unnar var gestur hjá þeim hjónum, tóku þeir tal með sjer, læknirinn og hann, bar þá margt á góma, því báðir

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.