Hlín - 01.01.1925, Side 29
Hlin
27
voru vel gefnir menn, barst talið meðal annars að tilveru
Guðs; hjelt læknirinn því fram, að enginn Guð væri til,
en gamli maðurinn mælti á móti. — Fátæki maðurinn
hlustaði á samræðurnar, og honum fanst faðir sinn fara
halloka í rökfærslunni fyrir tilveru Guðs, og Iæknirinn
gæti alveg eins vel haft á rjettu að standa. — Petta vakti
óumræðilegan hroll og kvíða í sál hans. — Var þá eng-
inn vísdómsfullur og gæskuríkur Guð til, sem stjórnaði
heiminum? — F*að var svo köld tilhugsun, að honum
fanst hjarta sitt ætla að frjósa í hel.
Um kvöldið fór hann í kaupstað. í friði sumarnætur-
innar bað hann Drottinn heitt og innilega að reka burtu
efann úr sál sinni og gefa sjer einhverja vísbendingu í
þessari ferð um það, að hann væri til, svo framarlega
að það væri sannleikur. — Eftir þessa bæn varð hann
rólegri og aðrar hugsanir náðu tökum. — Það var vöru-
ferðin, sem hann var að fara, og mesta áhyggjuefnið í
sambandi við það var hve vörurnar voru litlar, sem hann
fór með og skuldirnar miklar, og ofan á það bættist svo
allsleysið heima í bænum; hann hafði þess vegna nóg
að hugsa, þó ekki væri bjart eða ljett yfir þeim hugsun-
um. — Hann verslaði á Oddeyri, lagði þar inn vörur
sínar, fjekk ekkert út, bað ekki einu sinni um það, og
teymdi hestinn lausan heimleiðis. — En á þeirri leið
þurfti hann að korna við á bæ einum. Erindið var við
bóndann, og bauð hann gestinum til stofu, en hestar
hans voru bundnir að húsabaki. — En þegar hann legg-
ur af stað aftur, er búið að láta allar helstu nauðsynjar,
sem heimili hans vanhagaði um, á lausa reiðingshestinn
hans. Pað hafði húsfreyjan gert á meðan hann tafði.
»Og þá sá jeg og fann, að Guð er til, og síðan hefi
jeg aldrei efast um það«, sagði þessi fátæki maðun
• Jeg enda . svo mál mitt með þeirri innilegu hjartans
ósk, að íslendingar verði æfinlega svo auðugir af sannri
menningu, §yo ríkir af bróðurkærleika, að þeir geti á