Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 31

Hlín - 01.01.1925, Page 31
Hlln 29 Samanburð, það eru eitthvað önnur skilyrði þar fyrir hendi. Hjer er svo kalt, svo stormasamt, svo sólskins- laust, vorar seint, haustar snemma o. s. frv.« — Jú, satt er það, við getum ekki ræktað hjer alt sem okkur langar til, en ekki verður því neitað, að margt getur hjer sprottið með góðri umhirðingu. En það er um að gera að velja til ræktunar þær tegundir af matjurtum, trjágróðri og blómum, sem geta lifað hjer og náð þroska, það getur reynslan ein fært okkur heim sanninn um, hún hefir kent okkur margt í því efni og hún á eftir að gera það betur. — Hver getur búist við arði af garðyrkjunni eins og hún er víða stunduð: Oirðing ónýt, gróður magur og magnþrota af áburðarleysi og illgresi, engin fyrir- hyggja um gott fræ eða útsæði. Ekkert land, hve gott og frjósamt sem það er, og hve hagstætt sem veðurlagið er, getur gefið nokkuð af sjer með þessu móti. Það er illa varið fje og fjörvi að eiga við garðyrkju þegar svona er í pottinn búið. Betra að láta það alveg ógert. Hvað ber nú til þess að ástandið er svona ilt víða? — Vankunnátta og vantraust eflaust mest. — Að sjálf- sögðu á annríkið á vorin mikinn þátt í þessu, þegar alt ber að í einu svo að segja, og vinnukrafturinn er lítill. — En þá er það ráðið að hafa garðana nógu litla, við sitt hæfi, svo maður ráði við þá. — Það er ótrúlegt hve mikið litlir vel hirtir garðar geta gefið af sjer. En það er alvarlegt umhugsunarefni, hvernig skjótast og rækilegast verði bætt úr vankunnáttunni — og van- traustinu eytt. Margt hefir verið vel og viturlega ritað um garðyrkj- una hjer á landi á síðustu árum, og hefir það komið mörgum manni að haldi, einkum þeim, sem áhuga hafa haft á málinu. — En sjón er jafnan sögu ríkari. Við þurfum að fá verklegar leiðbeiningar og verklegar fyrir- myndir i garðyrkju í hverja einustu sveit landsins og í

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.