Hlín - 01.01.1925, Qupperneq 32
30
Hlín
hvert kauptún. — Fræðslan verður að vera auðfengin ög
auðkeypt, og veitt af þeim sem hafa áhuga og trú á
starfinu og sem eiga hagkvæma kunnáttu við alþýðu
hæfi. — Það er ekki síður þörf á sjerfræðslu í garðyrkju
en annarsstaðar, nema fremur sje. Pessi garðyrkjustarfs-
maður sveitarinnar eða kauptúnsins þarf að geta sýnt í
verki hvað rækta má á hverjum stað, geta sagt fyrir um
legu og tilhögun garða og gróðrarreita, hann þarf að
hafa umsjón með gróðrarreit sveitarinnar eða kauptúns-
ins og eiga þar dálitla tilraunastöð, sem miðla má úr.
Hann þarf að geta leiðbeint mönnum um hagnýtingu
garðáburðar, athugað sölumöguleika, útvegað útsæði, fræ,
plöntur og verkfæri, ef með þarf, kent almenningi að
matbúa úr matjurtum, og síðast en ekki síst þarf hann
að halda námsskeið í garðyrkju fyrir unglingana: Láta
þá starfa með sjer og reyna að vekja hjá þeim áhuga og
virðingu fyrir starfinu og ást á öllum gróðri. — Mjer er
nær að halda að hver maður, karl og kona, ættu og
þyrftu að læra dálítið í garðyrkju einhverntima á æfinni,
og þá náttúrlega helst á unga aldri. Augun opnuðust
betur fyrir fegurð og yndisleik gróðursins í landinu, og
trúin á hann ykist, og þess er okkur þörf, bein lífsnauð-
syn. — Pað gerir hvern mann vitrari og betri að leggja
stund á einhverja ræktun. — Og hver einasti maður, í
hverri stöðu sem hann er, getur stundað ofurlitla garð-
rækt í einhverri mynd, þótt ekki sje nema í kassa við
húsið eða bæinn, eða í blómsturpottum, þá er það betra
en ekki neitt.
Hverjir eru þá líklegastir til að veita alþýðu manna
hagnýta, verklega fræðslu í garðyrkju og sýna þeim með
Ijósum dæmum hvað rækta má á hverjum stað?
Jeg vil að konurnar taki að sjer pann starfa.
Ekki er það af því að jeg vantreysti karlmönnunum,
síður en svo, einungis að þeir fullnægi þeim skilyrðum
sem þarna þurfa, að mínu áliti, að vera til staðar, þau