Hlín


Hlín - 01.01.1925, Side 34

Hlín - 01.01.1925, Side 34
32 Hlín mæðraskólinn á Staðarfelli hefir garðyrkju á stefnuskrá sinni. — Blönduósskólinn ætti hið allra fyrsta að koma upp garðyrkjumiðstöð fyrir Húnavatnssýslu, þar sem 1—2 nem. gætu fengið fræðslu vorið, sumarið og haustið. Svo eru búnaðarskólarnir, sem að sjálfsögðu hafa sjerfræðinga til að hirða um sína garða, svo þar megi verða sem feg- urst um að litast og sama er að segja um unglingaskól- ana. Með góðu skipulagi ætti smásaman að mega fá nothæfa krafta til umferðakenslu. Pað yrði öðruvísi um að litast kringum íslensku heim- ilin, bæði í sveitum og kauptúnum, að 10 árum liðnum, ef garðyrkjukonur störfuðu þar þann tíma, því auk þess að hjálpa til við matjurtaræktina, auka hana Og bæta, mundu þær leiðbeina um skrúðgarðarækt og trjárækt, og leggja skógargróðrinum lið þar sem hann er til. — Nóg eru verkefnin! Hvert hjerað þarf að eiga sjer gróðrarreit, þar sem meðal annars mætti ala upp trjáplöntur. — F*að sjest ljóslega á sveitunum kringum Hallormsstað, Vaglir og Akureyri, hver áhrif það hefir að geta hœglega náð sjer í trjáplöntur. Hver sveit þarf líka að eiga sjer gróðrarreit, sem al- menningur getur notið ánægju af (sbr. reiti Ungmenna- fjelaga, sem garðyrkjukonan að sjálfsögðu tæki að sjer hirðingu á). Hver kaupstaður og kauptún þarf að eiga Iistigarð til almennra afnota. Tilraun er gerð, auk Akur- eyrar, í Reykjavík og Hafnarfirði, Seyðisfirði og ísafirði. Jeg vona fastlega að menn sjái fljótlega þörfina á að fá aðstoð manns, sem hefir sjerþekkingu á garðyrkju- störfum, og að garðyrkjukonunum yrði hvarvetna vel tekið eins og hjúkrunarkonunum, þegar þær koma í sveitir og kauptún. — Menn geta ekki nógsamlega lofað þær og störf þeirra. — Reynslan hefir þegar sannað það hjer á landi, eins og erlendis, að þörf er á sjerþekkingu í þessari grein líka, ef vel á að fara. Rví til sönnunar

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.