Hlín - 01.01.1925, Side 46
44
Hlln
býli sín heimaunnu hagleikssmíði, en útlendum munum
keyptum ofurverði; hann vill leggja sinn skerf fram til
framkvæmda í þessu efni og hefir þegar með námskeiði
þessu stigið drjúgt spor í þá átt.
Akranesi 5/ó 1925.
Svava Pórleifsdóttir.
Landssýning á heimilisiðnaði 1930.
1930 er merkisár í sögu þjóðar vorrar: þúsund ára af-
mæli alþingis. Líkindi eru til að bæði landsmenn sjálfir
og útlendingar fjölmenni á Pingvöll það ár, og margir
munu sækja Reykjavík heim um leið, því »ekki er krókur
að koma í Garðshorn«. — Jeg geri ráð fyrir að þá verði
höfð landssýning á íslenskum heimilisiðnaði (og ætti svo
að verða síðan á 10 ára fresti). — Ekki er ráð nema í
tíma sje tekið um undirbúning að sýningu þessari, svo
oft er búið að brýna menn á því að ekkert sje til að
sýna, því undirbúningstími sje of stuttur. — Sýslur og
sveitir þurfa nú að vera viðbúnar. — Pær sveitir, sem
eru óvanar sýningarhaldi, þurfa að halda smásýningar
sem fyrst, hinir að efna til stærri sýninga (hjeraðssýn-
inga), nokkru fyrir landssýn., og láta hvern hrepp annast
sína deild og hafa hana helst út af fyrir sig ef hægt er,
það eykur samkepni. — Pað lag þarf að hafa á landssýn.,
að hvert hjerað hafi sína sjerstöku deild, annist hana al-
veg, beri ábyrgð á munum sínum að öllu leyti: setji upp,
selji, taki niður o. s. frv. — Lang tilhlýðilegast er að
Kven- og Ungmennafjelög, sem sameiginlega bera þessa
hugsjón fyrir brjósti, starfi saman að undirbúningi Iands-
sýn. og beri í fjelagi kostnað af sýningunni. (Sendi t. d.
mann og konu til að annast munina úr hjeraðinu.)
H. B.