Hlín - 01.01.1925, Síða 48
4ö
Hhh
1. Inniskó karia, kvenna eðá barna.
2. Höfuðfat karla, kvenna eða barna.
3. Karlmannstrefil, er sje 1,25 — 1,50 m. á lengd. Fyrir
hverja tegund af munum þessum verða greidd tvenn
verðlaun (1. og 2.) 25.00 og 15.00. Munirnir mega vera
vjel- eða handprjónaðir, saumaðir, ofnir eða heklaðir. — F*eir
þurfa að vera komnir fyrir sumardaginn fyrsta 1926. (Utaná-
skrift: »Hlín«, Reykjavík.) — Alt að V2 pundi (250 gr.)
má senda í pósti fyrir 0.60 og telst þá brjef. — Best er
að taka ábyrgð á sendingunum og tiltaka greinilega hvort
munina má selja eða ekki og við hvaða verði. — »Hlín«
sendir munina, eða andvirði þeirra,’til eigenda þeim að
kostnaðarlausu.
H. B.
Útsala á íslenskum heimilisiðnaði.
S. N. K. samþykti á fundi sínum 1924 að leita sam-
vinnu við Heimilisiðnaðarfjelag Norðurlands um það, að
koma upp fullkominni útsölu á íslenskum heimilisiðnaði
á Akureyri með þvi fyrirkomulagi, að vel gerðir og vel
seljanlegir munir yrðu keypíir af framleiðendum gegn
peningum út i hönd. Bjuggust menn við að með því
móti ykist framleiðslan stórum og kæmust í fastara og
skipulegra horf. (Þess má geta, að Norðmenn og Svíar,
sem framleiða mikinn heimilisiðnað, hafa komið þessu
lagi á hjá sjer og hefir það gefist ágætlega.) — Fjelögin
komu sjer saman um að leita til alþingis um lán — 15
þúsund krónur — til að hrinda fyrirtækinu áfram. — En
áður en þessi málaleitun kom til þingsins, hafði ráðu-
nautur ríkisins í heimilisiðnaðarmálum (H. B.) lagt fram
tillögu um að alþingi ábyrgðist lán (30 þúsund krónur)
gegn veði, er stjórnin tæki gilt, til að koma upp heim-
ilisiðnaðarútsölu, er einnig hefði útsölu á áhöldum og
efni með miðstöð í Reykjavík, en sjerdeildum í stærri