Hlín


Hlín - 01.01.1925, Síða 54

Hlín - 01.01.1925, Síða 54
52 Hlln Heimilið er kirkjustaður og í þjóðbraut og jafnan gest- kvæmt, og kvað einkum mikið að því meðan þau bjuggu þar, enda aliir gestir velkomnir, þeim var Ijúflega veitt, og þegið eins. Andlagið var gott, því hjónaband Harald- ar og Ásrúnar var ástríkt, og samvinna með þeim ágæt. Frú Valgerður þorsteinsdóttir, skólastýra á Laugalandi, taldi Ásrúnu ágætis kvenkost í mörgu tilliti. Sú varð og raunin. Hún skipaði breiðan sess í hugum allra, er hana þektu nokkuð. Jafnan var hún glaðlynd og bjartsýn, þrátt fyrir mikið andstreymi: Barnamissi og veikindi hennar nánustu, og þrátt fyrir ýmsa aðra örðugleika og annríki. Samúð, góðvild og hjálpfýsi hennar þraut aldrei, nje heldur trúin á það að sigrast á öllum örðugleikum lífsins. Til þeirra rjeðust í vist margir vandalausir unglingar. Ásrún gerðist móðir móðurleysingjanna. Var henni það jafnan fagnaðarefni, þegar manntak kom í Ijós hjá þeim mönnum, er dvalið höfðu hjá henni sem unglingar. Margir á því reki eru ærslagjarnir og þarfnir fyrir eftirlit og umvandanir, og þar á meðal sá, er þetta ritar, en því betur fórum við þess ekki á mis. F*að var ekki háttur hénnar að atyrða menn í áheyrn óviðkomandi manna eða masa og fjasa um ávirðingar annara, heldur kallaði hún mig og aðra á eintal, og sagði þar afdráttarlaust, hvað sjer mislíkaði í framferði mannsins til orðs eða æðis, jafnan með svo miklum góðleik, sterkum rökum og þó fullri alvöru, að öllum gekst hugur við, enda ljet hún fylgja umvöndunum sínum hinar hollustu leiðbeiningar og ráðleggingar, því hún hafði ávalt mikið til brunns að bera sem reynd og greind kona. í sambandi við eina þessa umvöndun gagnvart mjer minnist jeg þess, að hún kaliaði mig inn í bestu stofu og fjekk mjer að lokum bókina »Hjálpaðu þjer sjálfur« eftir John Stuart Mill, og bað mig lesa. Alt hennar fas, mælska og eins sá háttur, að vanda um við menn í einrúmi, var til samans áhrifa- mikið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.