Hlín - 01.01.1925, Side 55
Hlm
53
Mjer er ógleymanlegt, hve margt jeg Ias í svip hennar,
er jeg kvaddi hana alfarinn 17 ára gamall, lítt þroskaður,
eftir að hafa dvalið hjá henni í 4 ár. Mjer varð þá fyrst
Ijóst, hve sönn hún var. Hún sagði ekki annað en það,
að hún óskaði að jeg yrði gæfumaður, en svo mikil vel-
vild, alvara og kraftur fylgdi, að mjer fanst hún stinga
gæfunni í barm minn. Jeg einn veit, hvað þetta Ijetti mjer
mikið burtförina. Jeg var sem annar unglingur, eins og
óráðin gáta, þekti mig ekki sjálfur, en hún þekti mig
best, næst móður minni, sem þá var dáin fyrir rúml. 4 árum.
Öll hennar mörgu hjú, ög margir aðrir, minnast henn-
ar með þakklæti og virðingu. — Eftir ástæðum mun
mönnum koma saman um, að hún hafi leyst prýðilega
af hendi mikið hlutverk, sem húsmóðir á stóru sveitaheimili.
Ásrún las vel þær bækur er hún las 'og hafði skarpa
dómgreind, var Ijóðelsk — enda sjálf hagmælt. Jónas
Hallgrímsson var hennar dýrlingur. Kvæði hans höfðu
haft djúptæk áhrif á hennar lífsskoðanir, smekk og þjóð-
ræknistiifinningar. — Sátt við alt og alla, rúmlega sextug,
kvaddi hún þennan heim, að jeg ætla með þessu erindi
Jónasar:
»Þið þekkið fold með blíðri brá
og bláum tindi fjalla,
og svanahljómi, silungsá
og sælu blómi valla,
og bröttum fossi, björtum sjá
og breiðum jökulskalla —
drjúpi’ hana blessun drottins á
um daga heimsins alla.«
Að endingu vil jeg beina til hennar visu þessari, er
hún órti sjálf, vegna sjerstaks tilefnis:
»Hafðu þökk frá landi og lýð!
Ljúfir geislar vaka,
sem að lýsa liðna tíð
Iiti menn til baka.«
H. P.