Hlín - 01.01.1925, Page 63
Hllh
61
kvæmanlegt hjer á landi, ef verulegur áhugi væri fyrir
málefninu. — F*að mundi brátt sýna sig að sjúkrahús-
kostnaður yrði með þessu móti minni en ella í sveitum
landsins og hann er það einmitt sem er að verða mörg-
um sveitunum ofurefli. Ef vel ment hjúkrunarkona er í
sveitinni þarf síður að leggja menn á spítala hve lítið
sem að er.
Reykjavík 17/s 1925.
Sigriður Eirikss
formaður Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenua.
Sæluvika Skagfirðinga.
„Hcim að Hólum!“ var orðtak Skagfirðinga um það bil
er á Hólum var biskupsstóll og skóli. Hólar voru þá um
skeið andlegt höfuðsetur. í tíð hinna fremstu biskupa,
einkum Jóns Ögmundarsonar, voru Hólar sannkallað
andlegt heimili hjeraðsbúa. Víða fór Og orðstýr hins mikla
kennimanns. íHeim að Hólum!« var lausnarorð almúgans
í Skagafirði öldum saman. Meðan Líkaböng sendi þungar
og langdrægar hljóðöldur- um hjeraðið, streymdi múgur-
inn heim, þar sem heilög Ijós brunnu á guðs altari, þar
sem beið lausn og lækning við andlegum og líkamlegum
meinum.
Pannig eignuðust Skagfirðingar einskonar hjeraðsarin,
þar sem þeir vermdust, og sálræna aflstöð, sem sendi
endurnærandi strauma út á meðal fólksins, inn á heimili
fátækra og ríkra. Því var þeim mikill sviftir að, er bisk-
upsstóliinn lagðist niður. Jafnvel þó Hólar sjeu aftur