Hlín - 01.01.1925, Page 70
éé
Hlln
leið verður þvi ósjálfrátt að mótast af áhrifunum. Hæstu
öldurnar, sem atburðirnir í sögunum reisa í hugum þeirra,
skilja eftir sig menjar í ómótaðri barnssálinni, sem verða
til þess að skapa ákveðnari eiginleika í fari þess. — Og
vel sje þeim mæðrum, sem þá hafa á reiðum höndum
þær sagnir, sem mesta göfgi og fegurð hafa í sjer fólgna.
* *
*
Þegar jeg rifja upp þessa gömlu þjóðsögu, þá er það
ekki minningin um söguhetjuna sjálfa, sem grípur hug-
ann föstustum tökum, heldur er það sá þáttur sem kon-
urnar tvær áttu í lífi útlagans þarna í útlegðinni. Þær eru
honum ekki einungis bjargvættir, sem láta koma fram
við hann rausn og höfðingslund þeirrar aldar. Á bak við
athafnir þeirra er að finna sanna hjálpfýsi og sterka rjett-
lætistilfinningu, sem virðir að vettugi þá dóma, er til-
finningin hefir blásið þeim i brjóst að væru rangir. —
Það er ekki tilviljun ein, að það eru fleiri konur en karlar,
sem varpað hafa björtustu geislunum á æfiferil þessara
auðnulausu manna, heldur er það það, að þær hafa átt
af meiri auði að miðla. — Það er dýrasti þátturinn í
kvenlegu eðli, sem þar hefir kofnið í ljós.
Slíkar konur sem þessar og Ásdís á Bjargi og Auður
kona Gísla Súrssonar verðskulda það, að sögum þeirra
sje á lofti haldið um ókomnar aldir; og hamingjusöm er
sú kynslóð, sem kann að meta að fullu þá eðliskosti,
sem breytni þeirra sýnir, og hefir þá í heiðri. Því um
leið hyllir hún það göfugasta og besta, sem þróast getur
í fari nokkurrar þjóðar.
Ritað í júlí 1924.
Ferðamaður.