Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 74

Hlín - 01.01.1925, Page 74
72 Hliti Árið 1924 voru liðin 50 ár síðan fyrsti sveita- Husmaöraskol- húsmæðraskólinn tók til starfa í Noregi. Það var skóli frú Mínu Wetlesen á Abildsjö í Aker. (Skólinn var jafnframt hinn fyrsti í Evrópu af þessu tagi.) Nemendur voru einungis 7. — Nokkur ömt í Noregi veittu efnilegum, völdum stúlkum styrk til að sækja skóla þennan. Þær skuldbundu sig til að vera 2 ár á Abildsjö og starfa að umferðarkenslu í húsmóðurfræð- um í hjeraðinu að loknu námi. — Skóli frú Wetlesen var lagður niður 1881, en þá höfðu nemendur hennar (umferðarkennararnir) komið upp skólum sem störfuðu áfram í hennar anda. Hjer stendur nú líkt á og hjá Norðmönnum fyrir 50 árum. Fyrsti sveitahúsmæðraskólinn er að rísa á legg hjá okkur (Staðarfellsskól- inn), sem gert er ráð fyrir að byrji að vori komandi, forstöðukona Sigurborg Kristjánsdóttir frá Múla. — Það er gert ráð fyrir 12 nem- endum. — Vjer höfum hinar bestu vonir um að þetta verði fyrir- myndarskóli. Okkur er ekki síður en Norðmönnum 1864 mikil þörf á góðri ís- lenskri fræðslu fyrir húsmæðraefni okkar og ekki er okkur síður þörf á fræðslu fyrir umferðarkennara í húsmóðurfræðum. — Vilja nú ekki sýslu- eða sveitarfjelög fara að dæmi Norðmanna: Styrkja hæfar, efnilegar stúlkur til tveggja ára náms á Staðarfelli og láta þær síðan starfa í hjeraðinu að umferðarfræðslu ? — Þetta ættu kvenfjelags- samböndin og ungmannafjelagssamböndin að athuga. H. B. , , ,. % Jafnskjótt og búið er að slátra er gæran tekin, unetu s inn. breidd á gólf og nuddað inn í hana matarsalti eins jafnt og rækilega og hægt er (þess gætt að enginn blettur sje ósaltaður). Þá er skinnið brotið saman þannig að sár veit mót sári (á kviðnum) og þess gætt að ullin liggi hvergi niðri í holdrosunni. — Þá er hálsinn og æsarnar brotið eins inn og skinnið loks vafið fast saman (ullin út) og bundið saman á lögðum á 2—3 stöðum, geymt í 4—8 daga á svöium stað, ekki mjög þurrum. — Þá er skinnið leyst upp og hrist úr því saltið, lagt á gólf og nuddað inn í það jafnt og vel V2 pd. af steyttu álúni. (Sje skinnið orðið of hart á einhverjum stað, þarf að bleyta það.) — Þá er skinnið lagt saman sem fyr, vatið upp og látið liggja í 8 daga. (Sumum reynist vel að taka skinnið upp daglega og nudda álúninu sem best inn, jafna því vel um, bleyta þá sem fyr þurra bletti, en þetta gera ekki líkt því allir og tekst þó vel. Reynsian sýnir hvað best er.) Loks er skafin vel holdrosan á skinninu og það þvælt í keytuþvæli, skinnið á að þola þann hita sem hendurnar þola. Svo er gæran þvegin * Færeysk aðferð, gömul og þrautreynd þar í landi,

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.