Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 81

Hlín - 01.01.1925, Page 81
Hlln 79 Sigga í Sogni. (Þula.) »Lengi lifir í kolunum, lundin niín er enn viðkvæm ef að lít jeg Völugerðismenn.c Hún Sigga gamla í Sogni hún syngur þetta enn. »Þar fann jeg hann í fyrsta sinn frjálslegan með rjóða kinn, um mig lagði hann arminn sinn, er mjer það í minni, honum gleymi jeg ekki einu sinni. Hann lyfti mínum huga hátt, hjarta mínu gaf hann mátt; síðan hefi jeg aldrei átt endurminning kærri, hún er hverju himinljósi skærri. En oft eru stundir ógæfunnar nærri. f næði vildi jeg njóta hans við nægtabrunna kærleikans, en hann seiddi útþráin til annars lands. Þá kvaddi jeg hann i síðsta sinni, en sorgin brendi hjartað inni, og enn er sem jeg eiminn finni, af angri mínu og hjarta-sorg, angri mínu og sárri sorg. Lengi vill það lifa í minni og leiða um vanga mína tár, þó sjeu liðin sextíu ár, þá var jeg ung í sjón og sinni, söng og hló í æsku minni. Þá hafði jeg lifað átján ár, með ljósblá augu og Ijósgult hár, én nú eru að eins sár við sár, í augum mínum feigðarfár. Höfuðið ber jeg hæruskotið, hölt í fæti og bakið lotið, sinnið lamað, þrekið þrotið, þrautir mínar ber jeg ein, hvíli mig á köldum stein. En ólifaðar æfistundir engu mun jeg kvíða, það er sælt að bíða betri tíða.« G. /. Hlátur og grátur. Hlátur, ó, hlátur, þú hjartkæri, hressandi hlátur, þinn frændi er gagnstæður: grátur, og getur oft bugað þig, hlátur. Jeg ann ykkur báðum og báða þekki vel, en blessaði hlátur, þig fremri samt jeg tel, því ef að jeg hlæ, á sorginni taumhaldi svolítið næ, og ef að jeg hlæ, svo að hlægja aðrir mega er hláturinn gleðjandi sæla að eiga. Ef vonbrigða svíða sárin, er svalandi að þekkja tárin. HeiII ykkur báðum, jeg báðum ykkur ann, hjá báðum ykkur svölun og unun jeg fann! Þjer uppsprettu lífslindir mestu og Iæknarnir mannkynsins bestu. jóra.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.