Sunna - 01.03.1933, Side 29

Sunna - 01.03.1933, Side 29
S U N N A 189 Hann sagði að ég skyldi bara gera það líka, til þess að hárið á mér væri ekki allt af fyrir augunum á mér. 4. Já, hugsaðu þér hvað hann Jón er duglegur, hann gekk fet fyrir fet og teymdi hann stóra Jarp á eftir sér, sem galhoppaði eins hart og hann gat. 5. Maður nokkur var að tala um það, að sumir þjófar gætu verið beztu menn. Meðal annars sagðihann: >Eg þekkiþjóf, sem aldrei hefur tekið nokkurn skapaðan hlut frá neinum*. 6. »Heyrnarlaus«, stóð með stórum stöfum á spjaldi, sem hékk framan á betlara nokkrum. Maður einn, sem hafði kynnzt þessum manni fyrir mörgum árum og hafði þá ekki orðið annars var, en að heyrnin væri í bezta lagi, gekk til hans og ætlaði að vita hvernig á þessu stæði. Til þess nú að þeir, sem fram hjá færu, skyldu ekki heyra hvað þeim fór á milli, hvíslaði maðurinn að betlar- anum: »Heyrðu, Jósep, er það satt að þú sért orðinn heyrnarlaus?* »Já, blessaður vertu, ég hef verið heyrnar- laus á báðum eyrum í 2 ár«. 7. Kona nokkur var að segja grannkonu sinni frá því, að það sorglega slys hafi viljað til í verksmiðju nokkurri, að einn af verkstjórunum hafi misst báðar hendurnar. Að lokum segir hún: »En hugsaðu þér hvað hann var hugul- samur. Til þess að fólkinu heima hjá honum skyldi ekki koma þessi fregn á óvart, skrifar hann ömmu sinni og biður hana að láta fólkið sitt vita um slysið*. 8. Vegna þess hvað dimmt var úti, villtist blindi maðurinn af réttri leið. 9. Bakari sagði við kunningja sinn. sem var að tala um hvað hann seldi ódýrt: Já, vinur minn, ég sel hvert brauð fyrir lægra verð en það kostar mig að baka þau, en vegna þess hvað ég sel mörg, þá græði ég þó nóg handa mér og mínum. 10. Nonni litli sagðist alls ekki þora út í sundlaugina, fyr en hann væri búinn að laéra að synda. 11. Faðir nokkur sagði við son sinn: Hvað er þetta, strákur, ertu nú búinn að týna myndabókinni þinni. Farðu strax,

x

Sunna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.