Sunna - 01.03.1933, Side 31

Sunna - 01.03.1933, Side 31
S U N N A 191 Á Sunna að lifa? Þegar Sunnu var hleypt af stokkunum, var það gert í trausti þess, að þörf væri fyrir rit, sem gripi beint inn í skólastarfið og námið, og gæti orðið nemöndum, kennurum og heimilum að gagni. Sunna hefir nú átt þeim vinsældum að fagna, að útgefendur hafa sannfærzt enn betur um, að þarna var skarð, sem fylla þurfti. Sunna hafði engan formála, en vill nú enda I. ár sitt með nokkrum orðum til vina sinna og velunnara. Fyrst og fremst þakka útg. hin afar mörgu og vinsamlegu bréf og lofsamlegu ummæli, sem mjög hafa örfað til starfa. Það hefir einnig glatt okkur mjög mikið, að fá fréttir af því, að Sunna hafi gert gagn á ýmsan hátt. Sveinsgata hefir raun- verulega verið gerð á tveimur stöðum, Olafsvík og Flúðum f Árnessýslu. Margir hafa spurt um leir og sumir fundið hann í heimahögum og notað. Fjöldi barna hefir eignazt bréfafé- laga víðsvegar um land og í Færeyjum. Nokkrir hafa pantað »hektografáhöld« og fjöldi hefir þakkað Sunnu fyrir stuðning í skólastarfinu. Útgáfa Sunnu hefir verið vönduð og I. árg. er ánægjuleg lesbók og stór. En einmitt vegna þess, að útgáfan hefir verið vönduð, bæði að myndum, pappír, prentun og frágangi öllum hefir útgáfan orðið alldýr. Fyrsta árið er örðugast. Nú er það undir ykkur komið, hvort Sunna á að lifa eða ekki. Ef þið útvegið henni aðeins einn kaupanda hvert vkkar, er henni borgið. Við treystum ykkur til þess að styðja okkur í útgáfunni, ef ykkur finnst Sunna þess verð að lifa. Segið okkur álit ykkar á þessu. Þið getið fengið Sunnu senda, hvernær sem pantað er. Sunna á mörg áhugamál og er nú sífellt að komast í ný og góð sambönd, bæði utan lands og innan. Hún vill vera

x

Sunna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.