Sumargjöfin - 21.04.1927, Page 11
S U M A R G .1 () F I N
11
spurði Rut. „Jeg liefi mikið að gera, og
yrði fegin að þú hjálpaðir mjer“.
Eftir klukkustundu fór litla stúlkan
glöð i bragði, fekk hún góðgæti með sjer,
en hundurinn gat ekki farið með henni.
„Hann verður að bíða“, sagði Rut,
„þangað til eigandi hans kemur“. Og hún
hjelt áfram að rita. En óðara var barið
að dyrum. Konan opnaði. Umrenningur
stóð útifyrir. Hann bað að gefa sjer eitt-
hvað, en kvaðst fús að launa það með
viðviki.
„Gerðu svo vel og komdu inn, vertu
velkominn", mælti konan. Gesturinn var
nýskeð kominn úr sjúkrahúsi. Hann var
að leita að kunningja sínurn, sem hafði
boðist til að taka hann fyrir matvinnung.
Svo fór hann að hrjóta í eldinn, cn hús-
bóndinn kom inn með börnum sínum, til
að matast. Þegar málliðin var úti, fóru
bau.
Nú kom heitmey ritstjórans og þurfti
að segja frá morgunæfintýri sínu. „Æ,
alt var þetta misskilningur“, sagði Rut.
„Hann hugsaði ekki það, sem hann sagði.
Það lá illa á honum. Nú hygg jeg að
hann iðri Jiess og vildi feginn biðja þig
fyrirgefningar. Sjáðu, þarna er hann á
ferðinni, á jeg ekki að kalla á hann“.
Rut hjelt vörð meðan hjónaefnin jöfn-
uðu þrætu sína. Og hún tók aflur til
starfa, þegar þau fóru og leiddust frá
hiisi hennar. En aldrei hafði hún frið.
Einn gesturinn rak annan. Alla vantaði
eitthvað. Sumir þurftu sainúðar, aðrir til-
sagnar, einir hjálp eða gjafir. En sól-
skinið í sál hennar þraut aldrei. Hún tók
hlýlega móti öllurn, og gerði mörgum úr-
lasn. En það flögraði í huga hennar um
kveldið, þegar hún var háttuð og börnin
komin í ró. „Jeg er' þreytt. Gestanauðin
íellar að gera útaf við mig. Jeg hefi ekki
nægilegt þol, til að standa í þessu“. Og
hún haiði orð á þessu \áð mann sinn.
„Satt segir þú“, sagði inaður hennar.
„Iui þarft hvildar. Við skulum fara út,
þegar börnin eru sofnuð. Margt er að
sjá og heyra. Við skulum hafa það eins
og þegar við vorum í tilliugalifinu“. Það
varð löng þögn, þangað til Rut gat svarað.
„Þetla er vel mælt og prýðilega boðið,
en jeg ætla að búa meira í haginn fyrir
ykkur, svo getum við farið bráðum".
Þetta kvehl voru þeir allir saman,
borgarstjórinn, ráðherrann og ritstjór-
inn. Þeir biðu eftir kennara sinum. Þeir
voru mjög ánægðir með sjálfa sig, þvi að
þeir þóttust allir hafa vel gert. Rut var
fjarri. „Hún kemur seint eins og fyrri“,
sagði ráðherrann.
Engillinn birlist og mælti: „Segið mjer,
hvað þjer hafið gjört í dag?“
„Jeg hefir ritað átakanlega ritgerð um
bræðralag og ýmsar umbætur“, sagði ráð-
herrann.
„Jeg hefi ritað greinarkorn um ást
mannanna hvers til annars, og þá von,
scin vjer höfum uin endurbætur“, sagði
ritstjórinn. „Greinin kemur i'it á morgun“.
„Jeg hefi gerl áætlanir fyrir borg vora,
sein koma ‘borgarbúum að liði, og borgin
verður fyrirmyndarborg með tímanum".
„Er þetta alt og sumt, sem þjer hafið
gert?“ spurði engillinn.
„Já, alt“, önsuðu borgarstjórinn, rit-
stjórinn og ráðherrann einum rómi.
„Skilduð þjer þá ekki byrjunina",
sagði engillinn. „Urðu þjer ekki varir við
litla stúlku, hund, beiningamann og —“
mælti engillinn, þegar Rut kom sltyndi-
lega inn í herbergið. Hun greip fram i og
sagði: „Fyrirgefðu, hvað jeg kem seint.
Og enn þá leiðinlegra þykir mjer að verða
að segja þjer, að jeg hefi engu komið í
verk, af því sem þú ætlaðist lil að jeg
gerði.
„Hvers vegna?“ spurði engillinn.
„Heimilisverkin tóku mikinn tima, svo