Sumargjöfin - 21.04.1927, Side 12
12
SUMARGJOFIN
komu ýmsir, og jeg tafðist á margá
lund“.
Rjett í þessu heyrðist hundgá úti
fyrir. Og inn kom gulur hundur og
Friðseind á eftir. Hundurinn nam staðar
fyrir frarnan engilinn og rjetti fram löpp-
ina, sem bundið var um.
„Hún Rut hjálpaði mjer, þegar aðrir
vildu ekki gera það“, sagði Friðsemd.
„Hún ansaði mjer eins og jeg væri full-
orðin manneskja. Hún talaði hlýlega til
mín, hún vjek góðu að umrenningi sem
kom, og hún sætti ritstjórann og heitmey
hans. Hún Rut hjálpaði öllum, en maður-
inn hennar og hörnin hjálpuðu sjer sjálf.
„Hún úthýtir því, sem þú gefur henni,
ást og umhyggju“, sögðu þeir allir í senn,
ritstjórinn, ráðherrann og horgarstjórinn.
„Þegar vjer erum hrygg, þá huggar hún,
þegar vjer eruin óþolinmóð, þá róar hún,
þcgar vjer eruin þreytt, þá veitir hún oss
styrk. Hún er líklega besta móðirin í
þorpinu".
Nú komu þorpsbúar hver á eftir öðr-
um og vitnuðu allir um lijálpsemi Rutar
og góð\ilja.
„Þú ert sú eina, sem hefir skilið mig“,
sagði engillinn og brosti framan í Rut.
Borgarstjórinn þrútnaði af gremju.
Ráðherrann varð eins og ruglaður, en það
vottaði fyrir skilningi í augum ritstjór-
ans. Hann var yngstur, ástríkastur og
næmastur fyrir áhrifum frá englinum.
En ritgjörðin mín! sagði ráðherrann,
en áætlanirnar mínar! mælti horgarstjór-
inn. „Sjáið þið ekki, að við höfum farið
öfugt að“, sagði ritstjórinn. „Það er ekki
gagn að því að tala og rita um hræðra-
lag, sje því ekki framfylgt í verki“.
„Það er algerlega óhugsanlegt“, mælti
borgarstjórinn við engilinn, „að þú álitir
mcira virði, að binda um hundslöpp, gefa
förukarli eða tala hlýlega við einhvern,
heldur en að rita spaklega uin málefni,
sem varðar almenning?“
„Það geri jeg nú samt stundum“, svar-
aði engillinn, og áslin skein úr augum
hans. „Og eins og þú sjerð, þá verð jeg
að dæma yður eftir verkum yðar“.
Ilallgrirnur Jónsson íslenskaí5i.
Leikir.
Það sem fyrst verður vart lijá börn-
unum er hreyfingar-þráin, löngunin til
þess að ólmast. Á því, hversu vel þau fá
þcssari þrá fullnægt, veltur vöxtur þeirra
og þroski.
Strax á l'yrsta ári her á því, að börnin
í háttum siiium og hreyfingum reyna að
líkja eftir ýmsu er þau hafa sjeð aðra
gera — þau herma eftir. Smátt og smátt
þroskast þessi viðleilni barnanna Jiangað
til úr því verður það, sem menn alment
kalla leiki. Er það þannig, að börnin
leika háttu og störf fullorðna fólksins.
Er það svo um alla leiki, jafnt siná-
barnaleiki og flóknustu kappleiki, að þeir
eru táknmynd af hinu raunverulcga Iífi,
ef gaumgæfilega. er skoðuð sú grund-
vallarhugsun, sem í þeim felst.
Börnin búa, halda fólk og hafa stórar
hjarðir. Þau byggja hús. Eru slcip og
bílar. Bilarnir rekast á, skipin slranda.
Brúður telpnanna deyja. Drengirnir stikla
á jökum yfir stórár, sumir detta út af
og drukna o. s. frv.
Alt þetta og óteljandi margt fleira kein-
ur fyrir í leikjum barnanna.
Fer þetta eftir þeim huginyndum, er
þau gera sjer uin lífið. Þau þykjast vera
þetta og hitt og að þetta sje svona og
svona, líkja svo eftir eins og þau geta.