Sumargjöfin - 21.04.1927, Page 14
14
S U M A R G J Ö F I N
Auður og aflvaki.
Getan býr i grend við nauðsyn.
Pýþagóras.
Allar þjóðir hafa löngum mikil vanda-
mál og stórfeld viðfangsefni að berjast
fyrii'.
En hjá ungri þjóð, sem er í vexti og
sækir upp og fram, eru viðfangsefnin
jafnan óþrjótandi og sum ef lil vill of-
jarlar. Mjög er þetta á þennan veg hjá
þjóð vorri. Óþrjótandi viðfangsefni æpa
á sterkan vilja og starfandi hönd, hvort
skygnst er um sveitir landsins eða fram
með fjörðum og víkum.
í höfuðstaðnum þylcir margt nauðsyn-
legt vanta og mikið í ólestri fara. Þurfa
menn vart yfir því að býsnast. Svo er
það jafnan, er vöxtur verður svo ör, sem
hjer hefir reynst verða. Hitt mun aftur
ómaksvert, að athuga, hversu við þessu
má gera.
Að vísu er fagmönnum ætlað um þetta
að fjalla. Fleirum mun þó leyfast að
leggja orð í belg. Er máli þessu því betur
komið, sem fleiri kasta vetlingum og
ganga á Ijandið til fylgis.
Þegar rætt er um framkvæmd einhvers,
er löngum klifað á því, að peninga vanti.
Verður ekki annað sjeð, en menn ætli,
að þeir sjeu aðalatriðið, „afl þeirra hluta
sem gera skal“. Það er satt, að peningar
geta verið inikils virði. En að þeir sjeu
afl hlutanna, sem gera skal, er annað
mál. Slíkan hugsunarhátt hygg jeg hvort-
tveggja ,rangan og banvænan framgangi
allra góðra mála. Hann mun eiga föður-
hús hjá aurasálum, sem „hugsa i eins-
eyringum“.
Aflvaki framkvæmdanna er sannarlega
af miklu göfugri ættum en peningar. Og
mun jeg nú víkja nánar að þessu. Jeg
vil hefja mál initt með því, að minna á
aðra staðhæfingu, sem mjög er i ætt við
þá, er minst var á hjer að framan.
Staðhæfing þessi er svona: „Tíminn er.
peningar". Hún er stutt, gagnorð og slá-
andi, en nokkuð mikill peningahl jómur af
henni. Lesari góður! Taktu tíu króna
seðil upp úr pynju þinni, og sjá, þú
hefir límann á milli fingranna. Hvort
mundi maður í andarslitrunum líta svo
á málið? Mundi honum ekki einmitt þá
skiljast, að tenging tíma og lífs er skil-
yrði þess, að viðkomandi einslaklingur
geti haldið áfram að vera til? Mundi
hann ekki sjá, að tíminn og liðandi
stundir eru löglegir foreldrar alls lífs?
Lífið er skilgetið afkvæmi jieirra. Á bill-
jónum augnahlika byggist manns líf. Og
svo er það um alt líf, í hvaða mynd, sein
það birtist. Tíminn er ekki peningar. Tím-
inn er faðir allrár þróunar. Fari menn illa
með hann, fyrirgera þeir lífinu sjálfu.
Hver stund má sannarlega vera móðir
að miklu lífi.
Og þá kem jeg að rauða þráðnum þess-
arar ritgerðar: aflvuka framkvæmdanna,
afli þeirra hluta, sem gera skal. Áminst
staðhæfing segir það vera auð eða pen-
irtga. Jeg vildi, að orðum mínum yrði
ljeður sá kraftur, að þau gætu hrapað
þessari staðleysu úr vitund almennings
niður í myrkrið fyrir utan.
Keypti Kristur kráft sinn fyrir pen-
inga? Kom afl það, sem hann beitti öllu
mannkyni til heilla um aldir, upp úr
buddum auðkýfinganna? Afnam Lincoln
þrælahald með aurum? Keypti Sólon lög
sin við hankaseðlum? Hvaðan kom
Sókratesi sagnarandinn og sannfæringar-
krafturinn? Hvað knúði Kolumbus öróf
rasta um óþekt úthaf? Voru það pening-
ar, sem knúðu Perikles, til að gangast
fyrir þvi, að öll alþýða fengi endurgjalds-
laust að mannast við sjónleiki Alþening-