Sumargjöfin - 21.04.1927, Qupperneq 19

Sumargjöfin - 21.04.1927, Qupperneq 19
SUMARGJÖFIN 19 fær það nokkurn frá Montessorri-fjelag- inu danska, sem það telur sjer skylt að greiða, þar sem heimilið starfar í þeim anda sem það berst fyrir. Enda eru þar árlega gjörðar endurbætur, sem kosta mikið i'je. Starf kennarans þarna er að búa alt svo vel í hendur barnanna, að þau finni alt það, sem fróðleiksþyrstur andi þeirra leilar að, og að ckkert vanti, sein stutt getur andlegan og líkamlégan vöxt þeirra á eðlilegastan hátt. Þegar þannig er í hag- inn búið, verður kennarinn að vaka yfir þvi, að hörnunum lærist að nota sjer um- hverfið og all það, sem þar finst. Kensl- án fer fram álstaðar þar sem harnið vill vera og læra. Roshach segir: „Nú settum við kensluna í samband við alt, sem við gerðum. Gáfum okkur tíma til að athuga með harninu lífið, sem hraust lit í vorblíðunni, jafnvel þó við værum að pæla í garðinum eða sá. Gáf um okkur tíma til að skýra fyrir barn- inu, úr hvaða efnuin maturinn væri sam settur, þegar við unnuin í eldhúsinu og hvernig næringarefnin kæinu líkama vor- uiTi að sem bestum notum, hvaðan þau væru komin, jafnvel frá fjarlægustu svið- um jarðarinnar yfir á borð barnsins. Er við nú þannig eftir ótal stigum, fluttum líf allrar jarðarinnar fram fyrir augsýn barnsins, studdum við það í tilraunum jiess lil til að ná á andlegan hátt tökum á umheiminum og verða miðdepill stórrar og sjerkennilegrar tilveru, sem Ijeii barn- inu í tje auðæfi sín, jiví til hagsældar, en jiessara gæða tilverunnar ætti jiað að njóta i friðsamlegri samvinnu með öðrum mönn- urn, og þannig mótast í barninu hugmynd- ir samvinnu allra manna og löngun til að taka þátt í j>essu dásamlega lífi, ekki að- eins til að njóta j)ess, sem Jiað liefði að hjóða, heldur einnig til að leggja hönd á plóginn, og hin almenna bróðurtilfinning hefur með þessu fengið sinn hesta undir- húning og grundvöll". Jeg dvaldi 6 vikur á jiessu heimili og varð gagntekin af hinu heilbrigða lífi, sem börnin lifa þar. Alt var jiar svo einfalt og fallegt og um leið fullkomið, yfir öllu þeirra lífi var vakað með ást og um- hyggju; þarna lifðu jiau frjáls og sæl, si- starfandi frá morgni til kvölds, óþving- uð og án afskiíta annara, jiegar jiess ekki jnirfti ineð. Alt af geta Jiau snúið sjer til fullorðna heimilisfólksins og spurt og fengið svör og ráðleggingar. Annars hjálpa þau sjer fljótt sjálf og verða ótrúlega fljólt sjálfbjarga með alt. Þau litlu klæða sig sjálf, undir eins og sú löngun vaknar hjá jieim, þvo sjer, húa um rúmin sin, taka til i herbergjunum, hugsa um alt, scm þau eiga og halda því í reglu eftir mætti. Þau hjálpa til i eldhúsinu, leggja á borðið og bera af þvi. Hvert þeirra hefur sinn garð; þau ráða alveg hverju þar er sáð. — hvað þar er gróðursett og hvernig hann er hirtur. í matjurta- og blómgörð- um heimilisins vinna allir sameiginlega, og þar lærist jieim fljótt, hvernig fara skal að, og á þeirra eigin garði sjest fljótlega hvað langt jiau eru komin í listinni. Mjer varð þessi vinna þeirra svo kunnug af þvi að jeg dvaldi þar að sumri til. Garður eins drengsins, sem var 15 ára, var svo ljómandi lallegur, smekklega þar öllu fyr- irkomið, heinar raðir og frjósemi og góð- ur vöxtur í öllu og ekki anga af illgresi rar þar nokkurntíma að 'sjá. Götur allar beinar og hreinar. Þarna voru kartöflur, rófur, gulrætur, allskonar kál, baunir, tómatar, berjarunnar — rips- og sólber, hlóm- og ávaxtatrje. Þessi garður var fyr- irmynd og hverjum útlærðum garðyrkju- manni samboðinn. Börnin þurftu lika oft að heimsækja eigandann, þegar hann var að vinnu í garðinum sínum — eða fá leyfi

x

Sumargjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.