Sumargjöfin - 21.04.1927, Qupperneq 20
20
S U M A R G J Ö F I N
til að ganga þangaö í tómstundum og
dást þar að öllu og læra. Mörg þeirra
sögðu við mig: „Næsta sumar ætla jeg
að hafa garðinn minn svona fallegan".
Þau gátu gefið eða selt heimitinu afurð-
irnar el'tir því sem þau vildu. Urðu þau þá
að skrifa reikninga með og hera ábyrgð á
að þeir væru rjettir. Leita í blöðunum að
gangverði o. s. frv. Á þessu fundu þau til
ábyrgðar á vinnunni og hvaða gildi hún
hefur gagnvart heiminum. Mjer eru minn-
isstæðir reikningar hjá þeim ininstu, sem
voru nú illlesandi; en þau Urðu að basl-
ast við að senda reikning með ef þau
vildu selja, þó að það væri ekki nema
hreðkur fyrir 10 aura.
Skólaslofan var stór og hjört. Þar
var bókasafn og safn allskonar muna
lir dýra-, jurta- og' steinaríkinu. Stund-
um fóru þau þangað inn i suniar.
Þarna er engin stundatafla, heldur
en hjá Montessori, engin tiinaskifting.
Engin klukka, sem hringir þau út og frá
þeirri vinnu, sem þau ef til vill eru nið-
ursokkin í. Enginn kennari sem segir
þessu barni, sem nú er með landafræð-
ina sína og kortið og leitar að þeim stöð-
um á hnettinum, þar sem kartaflan vex,
að hætta nú og byrja á reikningnum. —
Þarna var þögn og kyrð og hver sat við
sill verk; börnin voru á ólíkum aldri, en
það gerði ekkert lil. Einn sat með staf-
stafrófskverið, þriðji leiknaði, fjórði skrif-
aði sögu hrísgrjónanna eftir 'lítilli bók,
sem hann hafði valið sjer, og skrifuð var
með fallegri hendi skólastjórans og lá þar
í skúffu ineð mörgum öðrum bókum um
aðrar matjurtir og skrifaðar voru líka
með hans hendi. Einn var að reikna út
rúmmál kassans, seni fyrir framan hann
stóð og hve mikið af gulli hann gæti
rúmað. Einn las Grettissðgu, annar las
í enskunáinsbók o. s. frv.
Þau, sem sneru sjer til kennarans, töl-
uðu lágt til að trufla ekki hin, og kenn-
arinn svaraði honum og litskýrði nógu
hátt til þess að hann heyrði, án þess að
trufla. Þegar þau voru þreytt gengu þau
hljóðlega lit til annarar vinnu. Þarna var
líka stór vefstofa með mörgúm vefstól-
um, stórum og smáum, og það kom fyrir
að þau ófu í sumar, en mjer er sagt í
hrjeíum þaðan núna, að þau sjeu mjög
dugleg að vefa í vetur. í kjallaranum er
stór smíðastofa með öllum þeim áhöldum,
sem þar þurfa að vera; þar smíða þau
allskonar gagnlega hluti. Þau stoppa,
prjóna og sauma — vinna þannig öll
verk, sem fyrir koma á heimili. í eldhús-
inu vinna þau, vega og mæla í matinn,
hnoða og hræra, baka brauð og kökur.
Þau stærstu hjálpa til að þvo þvottana,
breiða þvotlinn upp og ganga frá honum.
Húsdýr voru þar ekki mörg í sumar, einn
íslenskur hestur og tvær litlar kisur. Áður
höfðu verið hænsni, kanínur, og þótti
börnunum mjög vænt um þau, þó að til
sjeu nú sögur um það, að skryklcjótt
hafi gengið að gæta þeirra fyrir suinum
þeirra, en út yfir tók, þegar átti að taka
eitthvað af dýrunum af Hí'i og borða það;
slíkt fanst þeim óhæfa, og fundu stöðugt
að þessu, vildu sjálf ekki borða vini sína,
og sögðust borða kartöflur og brauð í
staðinn og sátu við það. Rosback segir
frá, að það hafi liðið langur tími og þeim
hafi ekkert unnist á, en að lokum gat
fullorðna fólkið ekki daufheyrst lengur og
smáminkuðu við sig kjöt og fisk, og nú
síðustu þrjú árin hefir hvorugt verið þar
á borðum. Telur hann heilsu harnanna
miklu hetri eftir þann tíma. Rosbaeh er
mjög næmur á sannleika þann, sem börn-
in oft og tíðum flytja með hispurslausri
hreinskilni.
í byrjun reykli hann, eins og hann
hafði vanið sig á. Börnunum gast ekki
að tóbaksreykingum og báðu hann stöð-