Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 8

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 8
6 úTVARPSÁRBöK Dagskrá útvarpsins. Það verður ekki dulið, hvernig sem reynt er, að óánægja manna með ríkisútvarpið er æði mikil. Kem- ur það greinilega í ljós er það berst í tal manna á meðal, og auk þess má oft sjá óánægjuraddir í blöð- unum. Auðvitað er ekki unt að reka stofnun eins og útvarpið svo, að ekki séu einhverjir óánægðir, og ekki dugar heldur að hlaupa eftir öllum aðfinslum eða ráðleggingum — smekkvísi og vizka útvarpsráðs- ins verður að finna þá rjettu leið er halda skal. Þar með er ekki sagt að skella skuli skolleyrunum við öllum bendingum sem fram koma frá útvarps- notendum og öðrum. Auðvitað eru skoðanir manna, hjer sem annars- staðar, mjög skiftar. Sumir eru t. d. mjög óánægðir yfir grammófónleiknum og vilja leggja hann alveg niður. Aftur segja aðrir að grammófónsöngurinn sje það besta sem útvarpið flytur, en þeir eru tiltölu- lega fáir og sennilega aðallega þeir sem vilja heita smekkmenn á söng. Það verður ekki dulið, að gramm- ófónmúsik tekur sig aldrei eins vel út í útvarpinu, nje annarsstaðar, og frummúsík. Það getur verið gott að hafa grammófóninn að grípa til einstöku sinn- um, en eins og er, er hann notaður altof mikið. Það er t. d. alveg ástæðulaust að vera að leika plötur Pjeturs Jónssonar og Einars Markan (svo jeg nefni tvö dæmi) þegar þessir listamenn eru báðir hjer á staðnum og hægt að fá þá til þess að syngja fyrir sanngjarna borgun. Því hefir verið haldið fram af forráðamönnum út-

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.