Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Side 9
úTVARPSARBóK
7
varpsins, að það eigi að vera allsherjarskóli þjóðar-
innar og er það ekki nerna gott og blessað, en þess
er bara að gæta, að áheyrendurnir eru sjálfráðir
hvort þeir hlusta á það eða ekki — þeir geta sem
sje einnig »skrúfað fyrir« ef þeim líkar ekki það sem
út er varpað. Fróðleikur sá sem útvarpið flytur mönn-
um verður því að vera færður í skemtilegan búning,
annars kemur hann ekki að notum, því að fólk hlust-
ar ekki á hann. Hinu má heldur ekki gleyma, að að-
alhlutverk útvarpsins er að flytja gleði og fróun inn
á heimilin.
Það sem yfirleitt einkennir ríkisútvarpið er hversu
vjelrænt það er og tilbreytingarlítið — engu líkara
en það sje rekið af vjel en ekki mönnum. Jeg þykist
vita að við þessu verði sagt, að erfitt sje að fá nægi-
legt útvarpsefni í landinu og að fje skorti til að gera
dagskrána fjölbreyttari. Er það að miklu leyti rjett,
en þó má gera meira en gert er með efni því sem
fyrir er og með því fje sem handbært er, sje það
aðeins athugað, en það kostar auðvitað starfsmenn
útvarpsins meiri fyrirhöfn. Er t. d. alt of lítið gert
af því, að varpa út raunverulegum atburðum, svo
sem íþróttakeppnum (t. d. Islandsglímunni), hátíða-
höldum o. fl., og er þó áhugi manna fyrir slíku mikill.
Oti um land er fólk sem áhuga hefir fyrir þess háttar
og hefði gaman af að fylgjast með því gegn um
útvarpið. Síðastliðið sumar heimsóttu ýmsir merk-
ismenn Reykjavík og er enginn vafi á að almenning-
ur úti um land hefði haft ánægju af að heyra til
þeirra og fylgjast með viðtökunum hjer gegn um
útvarpið. Mjer dettur í hug heimsókn ítölsku flug-
mannanna og Friðriks ríkiserfingja, flug Lindbergh’s