Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 32
30
úTVARPSÁRBóK
víðsýni strjálbýllar þjóðar. En aukið viðsýni skapar
nýja möguleika, eykur þrótt og eflir hvöt til fram-
taks. Um þá hlið væri vert að rita, en að þessu sinm
er ekki tækifæri til þess.
En það er víst að fái málefnið þá meðferð, sem
því er samboðin, mun það sýna sig, að það á ekki
lítinn þátt í því að örfa æðaslag þjóðlífsins.
II.
Takmark rkisstjórnarinnar í útvarpsmálinu verður
að vera það, að útvarpið komist inn á hvert einasta
heimili í landinu, án tillit til gjaldþols notenda. Allir
landsmenn eiga sömu rjettlætiskröfu til afnota þess.
Hinir efnaminni þarfnast útvarpsins fremur en hinir
efnuðu, er hafa ótal tækifæri til að auðga líf sitt —
og þeim verður að hjálpa til þess að hafa þess not.
Hjer á jeg við afnotagjaldið kr. 30.00. sem jeg tel
altof hátt og alls ekki nauðsynlegt. Skal jeg nú skýra
það álit mitt, jafnframt því sem jeg leyfi mjer ao
treysta á skilning alþjóðar í þessu sjerstaka menn-
ingarmáli, og benda á.heppilegri og langtum æski-
legri leið til tekna og aukinnar útbreiðslu útvarpsins.
Víðast hjer í álfu eru tekin afnotagjöld af útvarps-
notendum. Alment afgjald fyrir viðtæki eru 15—25
krónur árlega. Þó eru undantekningar að ekkert gjald
er tekið í Frakklandi, þar sem gjaldið er aðeins
einn franki í eitt skifti fyrir öll, um leið og tækið
er keypt.
Eins og kunnugt er þá hefir afnotagjaldið hjer
hjá okkur Islendingum verið ákveðið 30 krónur ár-
lega. Mun ráðuneytið ekki hafa sjeð sjer fært að hafa
það lægra með tilliti til hins mikla reksturskostnað-