Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Side 36

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Side 36
34 úTVAEPSÁRBóK óhægt með að sækja slíkan fund, gætu falið öðrum að koma tillögum sínum og áhugamálum á framfæri. Umræðunum á slíkum fundi mætti varpa út, svo að notendur, sem ekki gætu sótt hann, gætu fylgst með því sem þar gerist, og á þann hátt tekið að nokkru leyti þátt í honum. Ályktanir, sem slíkur fundur gerði, myndu áreið- anlega hafa meiri áhrif hjá stjórn útvarpsins og ríkistjórninni, heldur en mál sem einstakir menn eru að skrifa um eða bera fram. Á slíkum fundi gætu menn borið fram óánægju sína og ef til vill fengið skýringar á ýmsu. Pað er margt, sem mönnum leikur hugur á að vita, en vita ekki hvar þeir eiga að spyrja, nema ef málefnið berst í tal manna á milli. Mörgum leikur t. d. hug- ur á að vita, hvernig stendur á því, að útvarps- stöðin ekki reynist eins og lofað var. Pví var t. d. lofað, að hún skyldi heyrast á »krystal«-tæki í alt að 120 km. fjarlægð; en það er víst ekkert leyndar- mál, að það loforð hefir verið svikið. Pykir víst gott, ef hún heyrist upp í Borgarfjörð á slík tæki. Því var ennfremur lofað (ekki eing'öngu okkur hjer heima, heldur einnig veðurfræðingum um mest-alla Norðurálfu), að hún skyldi geta senl: veðurskeytin daglega tll Englands að minsta kosti, og jafnvel til flestra landa á meginlandinu. Petta hefir einnig ver- ið svikið, og verst er, að úr því hafa orðið »alþjóða- svik«, auk þess, sem stöðin þar missir 30 þúsund króna tekjur á ári, sem búið var að lofa henni fyrir þetta, frá útlöndum. Áætlað var, að stöðin kostaði um 650 þúsund krón- ur með öllu, en samkvæmt því sem opinbert er um

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.