Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 39

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 39
úTVARPSÁRBóK 37 Útvarpstmflanirnar. Það er nú ef til vill að bera í bakkafullan lækinn, að fara að rita um útvarpstruflanirnar hjer á landi, því að nóg' hefir verið skrifað um nauðsynina á að útrýma þeim, eða draga úr þeim. En þær eru að verða slík plága, að útvarpinu er hætta búin, ef ekki verð- ur nú hafist handa og gert eitthvað sem að gagni kemur. Rétt áður en ríkisútvarpið tók til starfa þ. e. a. s, á árinu 1930, var hafin herferð gegn truflunum hér í Reykjavík, með eigi litlum gangi, og var ekki laust við að mönnum virtist kappið meira en forsjáin. Ár- angurinn varð líka þar eftir. Alt í einu datt svo botn- inn úr öllu saman; truflanirnar héldu velli, með pálm- ann í höndunum. Síðan hafa þær fengið að vera óá- reittar og magnast í friði. Um þetta mál hefir »Fjelag útvarpsnotenda« verið furðu afskiftalaust, og loksins þegar því var hreyft, var gripið til hins gamla húsgangs í íslensku félags- lífi, að »setja það í nefnd«. Síðan er liðið rúmlega hálft ár og enn gerist ekkert. Verði ekkert aðhafst inn- an skamms, er íslensku útvarpi hætta búin; menn þreytast á að hlusta þegar ekki er hægt að fá frið fyrir truflunum - eru þegar eigi fáir búnir að gefa það alveg upp. Meðan útvarpið er nýtt og nýjunga- girnin gagntekur fólkið, má bjóða því alt, en valt er að treysta nægjusemi þess til lengdar. Hið opinbera hefir nú haft mál þetta til meðferðar í 3 ár, og allir vita um árangurinn. Það er gamla :sagan. Nú verður einstaklingsframtakið að taka mál-

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.