Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 41

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 41
úTVARPSÁRBóK 39 Truílanalaus útvarpsmóttaka. I stórborgum erlendis, þar sem mikið er af raf- magnsvjelum, í notkun allan sólarhringinn, er út- varpsmóttaka oft erfiðleikum bundin, sökum vjela- truflana. Við Reykvíkingar þekkjum þetta svo vel af eigin reynslu, og getum við líklega skákað flest- um öðrum á því sviði. Nú er það svo, að hversu góðar dagskrár sem heimastöðvarnar hafa, langar menn þó ávalt til að heyra frá öðrum löndum, sumpart til þess að heyra hvernig það sje »hjá hinum« og sumpart til tilbreyt- ingar. 1 þessu skyni kaupa margir sjer fullkomn- ari og dýrari tæki, en hafa eftir á rekið sig á þann sorglega sannleika, að gagnið og ánægjan hafa ekki orðið eftir útgjöldunum. Eins og kunnugt er, hefir mikið verið leitast við að finna lausn á truflanavandræðunum, og þótt mik- ið hafi víða orðið ágengt í þeim efnum, vantar þó mikið á. Víða erlendis hafa nú risið upp fjelög með því markmiði, að sjá mönnum fyrir truflanalausu útvarpi frá öðrum löndum. Er því þannig hagað, að á stað þar sem ekki eru rafmagnstruflanir, er sett upp móttökustöð, með vönduðum og afkastamiklum mót- tökutækjum. Er þar tekið við útvarpi frá nokkrum þektum stöðvum og síðan sent eftir sjerstökum síma- línum til notendanna, sem með þessu móti geta íengið hreint, truflanalaust útvarp, sem ánægja er að hlusta á, og geta menn venjulega valið á milli minst fjögra stöðva hvert kvöld. Ýmsar aðferðir eru hafðar við dreifingu útvarpsins til notenda, en þessar eru helst-

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.