Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 42

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 42
40 úTVARPSAEBóK ar: J.) sjerstakar símalínur eru lag'ðar um bæinn og frá þeim teknar sambandstaugar til notendanna; 2.) dreifingin fer fram eftir talsímakerfinu, og er þá settur upp útbúnaður við símann, sem tekur síma- tækið úr sambandi meðan verið er að nota línuna fyrir útvarpið, en setur hann sjálfkrafa í samband aftur (og útilokar útvarpið), ef hringt er upp til notandans; 3.) útvarpinu er dreift eftir raftauga- kerfinu. Fyrsta aðferðin krefur minstan útbúnað hjá hverjum notanda, sem sje aðeins gjallarhorn; önnur aðferðin krefur auk gjallarhornsins ofangreindan skiftiútbúnað, og sú þriðja krefur mestan útbúnað, þar sem í því tilfelli eru útvarpsöldurnar sendar óaf- riðaðar til notenda, sem þess vegna verða að hafa út- búnað til þess að aðgreina radioöldurnar frá hljóð- öldunum og ef til vill magna þær síðarnefndu. Á Stóra Bretlandi eru þegar komnar töluvert á annað hundrað slíkra stöðva og fer fjölgandi. Á Meginlandinu er einnig víða verið að setja þær upp. Þessi nýjung á vissulega erindi hingað til lands, ekki síst Reykjavíkur, sem er orðin hreinasta truflana- bæli, og væri vel ef einhverjir framtakssamir menn vildu beita sjer fyrir að ryðja henni braut hjer.

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.