Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Síða 43

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Síða 43
ÚTVARPSARBóK 41 Hversu margir lampar? Fyrir nokkrum árum var hægt að dæma nokkurn- veginn um næmni og afkast móttökutækja eftir lampafjöldanum í þeim. Þá voru hlutverk lampanna ekki eins margþætt og nú, heldur aðeins tvö, að magna og breyta. Að vísu þektust tvenskonar magn- aralampar, þ. e. hátíðni magnarar og lágtíðni magn- arar, og voru þeir fyrnefndu til þess áð magna út- varpsöldurnar áður en þeim var breytt, en hinir síðarnefndu mögnuðu þær eftir breytinguna. Hitt hlutverkið var að breyta útvarpsöldunum þannig, að aðgreina hljóðöldurnar frá radioöldunum, en þeim er, svo sem kunnugt er, blandað saman í senditækj- unum. Þegar nefnt var 4-lampa tæki, var venju-lega óhætt að telja víst, að átt væri við tæki með ein- um bátíðni-magnaralampa, gripillampa og tveimur lágtíðni-magnaralömpum. Gripillampi er sá lampi nefndur, er breytir öldunum, þ. e. aðgreinir hljóð- öldurnar frá radioöldunum. Seinna, þegar »Pentóð- urnar« komu á markaðinn, breyttist þetta svo, að venjulega voru 4-lampa tæki tveir hátíðni-lampar, einn gripillampi og einn lágtíðni-lampi (»Pentóða«). Þessi tæki voru mun næmari en fyrirrennarar þeirra. Nú eru hlutverk lampanna í útvarpstækjunum •orðin svo mörg, að ómögulegt er að dæma um næmi tækisins eða afkast eftir lampafjöldanum. Er því viðbúið, að bráðlega verði farið að nota annan mæli- kvarða á næmni og afkast tækjanna. Skal hjer drep- íð lauslega á hvernig hann muni verða. Ljósvaka- <öldum þeim, er flytja útvarpið, fylgir tvennskonar

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.