Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 46

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 46
44 úTVARPSARBóK Meðferð rafgeyma. Víða hjer á landi verða menn enn að notast við rafgeyma við útvarpstæki sín, og kvarta margir und- an því, að þeir vilji endast illa, Er það eigi óeðli- legt, því að rafgeymir er tæki, sem þarf mjög ná- kvæma meðferð og góða hirðingu, annars skemm- ist hann fljótlega. Síðan útvarpið kom til sögunn- ar, hafa verið gerðar margar endurbætur á rafgeym- unum, svo að nú er orðið tiltölulega einfalt með þá að fara. Ef menn fylgja eftirfarandi 10 boðorðum vel, ættu geymar þeirra að endast betur en þeir nú gera alment. 1. Látið geymirinn hlaðast vel í fyrsta sinn. 2. Látið nýjan geymi hafa nóg að starfa, þ. e. notið hann mikið. 3. Hlaðið geymirinn mátulega - ekki of ört. 4. Látið ekki spennu 4-volta geymis fara niður fyrir 3.8 volt, og látið ekki sýruþungann fara i niður fyrir 1.200. 5. Látið geymirinn aldrei standa óhlaðinn. 6. Sje geymirinn ekki notaður um tíma, þá reyn- ið samt að hlaða hann mánaðarlega. 7. Blýsalli sá, er sest á botn kersins, má ^aldrei verða svo mikiil, að hann nái upp í plöturn- ar. Fyr verður að ná honum upp með sog- pípu, ef unt er. 8. Hafið ávalt nógan lög á geyminu.m, svo að fljóti vel yfir plöturnar. Bætið eimuðu vatni á eftir þörfum. 9. Gætið ítrasta hreinlætis með kerin og berið

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.