Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 50

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 50
48 úTVARPSÁRBóK Nýju útvarpstækin, Á hverju hausti koma, svo sem kunnugt er, nýjar gerðir af útvarpstækjum frá verksmiðjunum. Er stunaum aðeins um lítilfjörlegar endurbætur að ræða, en oft koma stórkostlegar breytingar fram. 1 þetta sinn er um margar og miklar breytingar að ræða, og þykir ekki ótilhlýðilegt að fara hjer um þær nokkrum orðum, þó að sumar þeirra hafi kom- ið fram hjá einstaka verksmiðjum síðastliðið ár. Það sem sjerstaklega vekur athygli er, hversu mjög »super-heterodyne«-tækin eru að ryðja sjer til rúms nú. Fjöldinn allur af verksmiðjum koma nú með tæki þessarar gerðar á markaðinn. Þó eru einstaka þekt- ar verksmiðjur sem eru undantekning frá þessu og halda öðrum »princip«um fram. Má þar nefna Phil- ips-verksmiðjurnar, sem halda fast við »super-induc- tance«-gerð sína. Áður fyr þektust ekki tæki eftir »Super-heterodyne«-gerðinni með færri lömpum en 6 — nú eru gerð alt niður í 3 lampa »super«-tæki. 1 flestum tækjunum eru nýju lamparnir alment notaðir, svo sem hátíðni »Pentóður«, »Bínóður« og »Hexóður«. Þau hafa mörg.sjálfvirka stillingu á hljóð- magninu, »Fading«-uppbót, og sjálfvirkan blæstilli, og nú er ekki nefnt annað en »dynamiskir« hátalarar. I fyrra haust kom ein verksmiðjan með tveggja lampa tæki með innbygðum »dynamiskum« hátalara. Nú eru flestar — ef ekki allar — verksmiðjurnar með slík tæki.

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.