Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 21

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 21
D VÖL útliti þeirra og glaðværð þeirra vúr þess virði að hlæja að því. Það voru einhverjir töfrar í hjali barnsins við þennan roskna mann. Ávaxtasalinn vildi líka segja eitt- hvað skemmtilegt. Og hann spurði: „Jæja, litla vina; hvenær ætlar þú svo í hús tengdaföður þíns?.... Flestar telpur í Bengali hafa heyrt talað um tengdaföðurinn. En við höfðum ekki kært okkur um að tala um slíka hluti við barnið. Ég býst því við, að hún hafi ekki skilið spaugið. En hún vildi ógjarna verða ráðalaus og sagði því óðar: „Ætlar þú þangað?“ En nú vill svo tíl, að einmitt í stétt farand- sala hafa þessi orð tvær merking- ar. Þar þýða þau nefnilega einnig fangelsi — stað, þar sem séð er fyrir mönnum, án þess að þeir þurfi að greiða fyrir dvölina. Þannig skildi þessi risavaxni farandsali spurninguna. Og hann skók hnef- ann að ímynduðum lögregluþjóni og lofaði sjálfum sér og Miní því, að tengdafaðir sinn skyldi fá að kenna á hnúunum sínum hörðu. Og þau hlógu bæði dátt, er þau hugsuðu sér vonbrigði og undrun vesalings tengdaföðurins. Þetta var um haust. Einmitt á þeim tíma árs fóru konungar fornaldarinnar í víking, til þess að leita sér fjár og frama og kynnast ókunnum löndum. Og ég, sem aldrei kem út fyrir þann hluta Kalkútta, sem ég bý í, lét hugann sveima um víða veröld. Ég er þannig gerður, að hug- ðð myndaflug mitt er ákaflega fljót- vakið. Ef ég heyri erlent land nefnt, beinist öll athygli mín og allur áhugi minn að því. Meira að segja það eitt, að sjá ókunnan mann á götunni, getur kallað fram í huga minn ótal draummyndir. Þannig var með ávaxtasalann. Ég sá fyrir hugarsjónum mínum fjöllin, dalina og skógana í hinni fjarlægu heimbyggð hans. Ég sá í hugsýn kofann hans og hina frjálsu, frumstæðu lifnaðarhætti í þessari fjarlægu eyðimörku. Það er ef til vill vegna þess, að ég hefi lifað svo umsvifalitlu lífi og til- hugsunin ein um ferðalög myndi verka á mig eins og þruma, að hug- myndaflug mitt kallar fram svo skýrar myndir af fjarlægum stöð- um. Þegar ég sá þenna farandsala, flaug hugur minn strax að rótum naktra fjalla, þar sem þröng ein- stigi hlykkjast um kletta og björg. Ég sá lest úlfalda, hlaðna varningi, og kaupmenn með háa vefjarhetti og vopnaða fornlegum spjótum á leið niður á láglendið. Og ég sá fleira í hug mér.----- En þá var ég ef til vill truflaður. Kona mín kom og bað mig að hafa gætur á „þessum manni“. Því miður er kona mín ákaflega hræðslu- gjörn. Þegar hún heyrir hávaða á götunni eða sér fólk koma hlaup- andi í áttina að húsinu, heldur hún að það hljóti að vera þjófar eða ölvaðir menn. Hún sér alls staðar slöngur, tígrisdýr, kakkalakka, kál- orma og enska sjóliða. Jafnvel eft-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.