Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 72

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 72
150 D VÖL ráfaði ég um stíginn fyrir framan baðskýlin, og þegar sól var hnig- in til viðar, skreið ég meðfram jasmíngerðinu, sem var kringum kvennagarðinn. Við töluðum saman á laun milli blómstönglanna, gegn- um laufbreiðurnar, í hávöxnu grasstóðinu. Við vorum varkár og héldum í skefjum heitum ástríð- um okkar. Tíminn leið fljótt .. og kvenfólkið pískraði sín á milli — og óvinir okkar voru á varð- bergi. Bróðir minn gerðist þung- búinn, og mér duttu manndráp í hug... Við eigum kyn til að taka það, sem við höfum girnd á — eins og þið, hvítu mennirnir. Það getur komið til, að agi og undir- gefni gleymist. Stjórnendum er fengið vald og máttur, en allir geta elskað og sýnt hugdirfð. Bróðir minn sagði: „Þú skalt ræna henni úr klóm þeirra. Við erum nauða- líkir.“ Og ég svaraði: „Látum það þá ekki dragast úr hömlu, því að ég sé ekki sólina fyrir henni.“ Okkur gafst færi, þegar land- stjórinn og allir fyrirliðarnir fóru niður að árósunum til þess að veiða fisk við tjörublys. Það voru hundrað bátar, og á hvítum sand- inum milli skógarins og árinnar voru reistir laufskálar fyrir höfð- ingjana og nauðþurftir þeirra. Reykurinn frá eldstæðum þeirra voru eins og blá kvöldský, og það- an barst glaðvær kliður. Bróðir minn kom til mín, er þeir voru að hyggja að bátunum, sem nota átti við fiskreksturinn, og sagði: „í kvöld." Ég skoðaði vopn mín, og þegar þar að kom, var okkar kænu skipað í bátahvirfinguna. Við höfð- um blys. Ljósin spegluðust í vatn- inu, en allt umhverfis var myrk- ur. Við héldum brott þegar þeir tóku að æpa, og æsingin hafði tryllt þá. Við köstuðum blysinu í ána og héldum til lands. Þar sást aðeins bjarmi af eldi hér og þar. Annars var niðdimmt. Við heyrðum skrafið í ambáttunum við skýlin. Við biðum á afviknum og völdum stað. Hún kom. Hún kom hlaupandi eftir ströndinni og var hraðstíg- Engin spor sáust. Hún var eins og lauf, sem golan feykir í sjóinn. „Farðu og taktu hana og berðu hana út í bátinn,“ sagði bróðir minn, myrkur á svip. Ég tók hana í fangið. Hún var sprengmóð. Hjarta hennar barðist við barm mér. Ég mælti: „Ég ræni þér frá þessu fólki. Hjarta mitt kallaði á þig, og þú komst,og nú ber ég þig í fanginu út í bátinn minn, gegn vilja landstjórans.“ „Þetta er rétt,“ sagði bróðir minn. „Við tök- um það, sem okkur leikur hugur á, og höldum því, þótt við marga sé að etja. Við hefðum átt að ræna henni í björtu.“ Ég svaraði: „Við skulum forða okkur,“ því að eftir að hún var komin í bátinn, var mér hugstæðast, hve liðmargur landstjórinn var. „Já, við skulum forða okkur,“ sagði bróðir minn. „Við erum orðnir útlagar, og þessi bátur er ríki okkar — og sjórinn er griðastaður okkar.“ Hann doK-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.