Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 23

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 23
D VÖL 101 í þessu kom Miní út á svalirnar og hrópaði eins og venjulega: „Cabuliwallah, Cabuliwallah.“ Það birti yfir andliti Rahnuns, þegar hann sá hana. í þetta skipti hafði hann engan sekk meðferðis, svo að hún gat ekki rætt um fílinn. Hún sneri sér því að næsta umræðuefni og sagði: „Ertu nú á leið til tengdaföður þíns?“ Rahnun hló og sagði: „Það er einmitt þangað, sem ég ætla, litla vina mín.“ En þegar hann sá, að hún hafði ekki gaman að þessu, rétti hann hendur sínar bundnar í áttina til hennar: „Ó, ég vildi svo gjarnan lumbra á þeim gamla, en hendur mínar eru bundnar.“-------Rahnun var ákærður fyrir morðtilraun og dæmdur í margra ára betrunar- húsvist. Tíminn -leið, og við gleymdum á- vaxtasalann. Líf okkar rann áfram, rólegt og tilbreytingalítið. Við und- um lífinu vel við sömu störf í sama umhverfinu ár eftir ár og hugs- uðum sjaldan eða aldrei um, hvern- ig fjallabúanum, sem einu sinni var frjáls förumaður, leið undir oki réttvísinnar. Því miður verð ég að viðurkenna, að mín lífsglaða Miní gleymdi þess- um gamla vini sínum. Nýir félag- ar áttu nú hug hennar allan. Þeg- ar hún eltist var hún löngum meö stallsystrum sínum. Nú hafði hún jafnvel ekki tíma til þess að koma inn til mín og rabba við mig eins og í gamla daga.----Og árin liðu. Ennþá einu sinni kom haust, og nú undirbjuggum við brúðkaup Míní. Það skyldi haldið um Tuja- helgina, Þegar Durga sneri aftur til Kailar, mundi einnig sólin yfir- gefa heimili okkar til þess að skína á heimili tengdaföður henn- ar.------- Brúðkaupsdagurinn kom. Morg- unninn var sólbjartur. Það var eins og regnið hefði þvegið himin- hvolfið, og sólin skein eins og skíragull. Geislar hennar vörpuðu ljóma — jafnvel á hinar skugga- legu hliðargötur Kalkúttaborgar. Brúðkaupsflauturnar höfðu hljómað frá því snemma um morg- uninn og mér fannst hjarta mitt slá eftir hljómfalli þeirra. Það var eins og hljómurinn í lag- inu yki sársauka skilnaðarins. Frá því árla morguns hafði verið ys og þys á heimilinu. Úti í garðinum átti aö reisa hásætishimin á bambusstöngum. í hvert herbergi og á allar svalir átti að hengja skrjáfandi ljósakrónur. Alls staðar var unnið af kappi og gleði Ég sat í vinnustofunni og var að athuga reikninga, þegar maður kom inn til mín, staðnæmdist fyr- ir framan mig og heilsaði með lotn- ingu. Ég þekkti hann ekki þegar í stað. En þegar hann brosti, þekkti ég hann. Það var Rahnun, ávaxta- salinn frá Kabúl. Nú bar hann ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.