Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 51
D VÖL
129
hann auðvitað góðan vilja á að
teygja úr sér, svo að hann mælist
sem bezt. . . Þannig ímyndaði karl-
inn sér, þegar Elli kerling var bú-
in að hella í hann dálitlu af grobbi,
að hann væri manna sterkastur.
Hann taldi sig til þeirra, sem sýnt
höfðu við vinnu næstum yfirnátt-
úrleg afköst, eða tekið í hnakka-
drambið á öðrum körlum og farið
með þá eins og tusku .. .
Þetta var skiljanlega ekki alveg
sannleikanum samkvæmt: í vöðv-
um karlfausksins bjó ekkert yfir-
burða afl. En hann hafði samt
nokkuð til síns máls: sinar hans
áttu ennþá talsvert eftir af rösk-
leika og styrk; karlinn var hress í
bragði og trúin sterk. Hann trúði
því, að hann væri sterkur, fannst
heimurinn viðkunnanlegur og var
hamingjusamur. Náttúran er ákaf-
lega góð við suma: hún fyllir huga
þeirra ljúfum hugsunum og gefur
þeim raunhæfar, hnitmiðaðar hug-
sjónir . ..
En húsbændurnir höfðu full-
gilda ástæðu til að vera gramir við
karlinn, því að hann var heilbrigð-
ur og sterkur og virtist geta etið
og slitið von úr viti. Þetta leiddi
þau í þá freistni að gefa gremju
sinni útrás á syndsamlegan hátt.
Á hverjum morgni reis karlinn
úr rekkju glaður og reifur, tók
skjótt að hugsa um krafta . .. sína
og annarra .. . hitaði kaffisopa og
arkaði síðan sem leið lá til smiðj-
unnar, þar sem neistar flugu upp
um opið á þakinu.
Járnsmiðurinn var ungur, stór
náungi, þrekinn sem naut . .. með
svarta, kraftalega hnefa. Við hann
ræddi karlinn um krafta og afl-
raunir, á meðan járnsmiðurinn lét
hvæsandi smiðjubelginn blása á
járnið. Og járnið glóði, og harður
hamarinn mótaði það að vilja
smiðsins. Að síðustu tók svo karlinn
að segja frá afrekum sínum . ..
sem hann þegar var búinn að lýsa
margsinnis áður .. . frá því, er
hann á einum einasta degi hafði
grafið hundrað og fimmtíu faðma
langan skurð eða höggvið fimm
teningsfaðma viðar í einni lotu ...
eða frá því, þegar lent hafði í
handalögmáli milli óróaseggja og
hann fundið hvöt hjá sér til að
sýna, hvernig hann beitti hnefun-
um, skallaði og hrinti frá sér. Allt
hafði þetta efalaust átt sér stað, en
á hinum heita afli kraftahugaróra
hans höfðu atburðirnir hitnað og
mótazt, tekið á sig nýja mynd, ná-
kvæmlega eins og járnið í töng
smiðsins ...
En loks kom svo að því, að þeir
reyndu með sér, járnsmiðurinn og
próventukarlinn, svo að séð yrði,
hvort kraftarnir hefðu glúpnað í
gömlu kögglunum ... ef til vill
mátti hann við þeim ungu.
Karlinn lét ófriðlega sem naut í
flagi, rumdi og blés í hryggspenn-
unni við smiðinn. Og fölur skallinn
á honum varð blóðrauður. Smiður-