Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 42

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 42
120 DVÖL Hví má hann ekki sofa í húsi mínu að vetrinum, þegar snjóa er von?“ Og faðir Mín-Væs svaraði, mjög undrandi: „Herra! Sonur minn hefir hvorki komið til taorgarinar né verið á heimili okkar í liðlangt sumar. Ég er hræddur um, að hann hljóti að hafa tekið upp illt líferni og dvelji á kvöldin í vondum félagsskap — ef til vill við spil eða drykkju með dræsunum á blómabátunum.“ En hinn tigni valdsmaður svar- aði: „Nei, það er óhugsandi. Ég hefi aldrei orðið þess var, að slíkt leynd- ist í fari drengsins, og það eru hvorki veitingahús, blómabátar né nein svallarah'eimkynni í nágrenn- inu. Það er enginn vafi á því, að Mín-Væ hefir kynnzt einhverri fal- legri mey á reki við hann, og hjá henni dvelur hann á kvöldin. Hann hefir einungis skrökvað að mér af ótta við það, að ég myndi ella ekki leyfa honum að fara úr húsi mínu. Ég bið þig að minnast ekki á þetta við hann, fyrr en mér gefst tækifæri til þess að ljóstra upp leyndarmálinu. í kvöld mun ég láta þjóna mína fylgja honum eftir og huga að, hvert hann fer.“ Peló féllst þegar á þessa tillögu og hét því að koma við hjá Tsjang á heimleiðinni daginn eftir. Um kvöldið, þegar Mín-Væ hvarf að heiman, skundaði þjónn í humátt á eftir honum. En er þangað kom, er dimmast var á götunni, hvarf pilturinn allt í einu sýnum, eins og jörðin hefði gleypt hann. Ör- vinglaður hvarf þjónninn til baka, eftir langa og árangurslausa leit. og sagði frá því, er gerzt hafði. Tsjang sendi þegar mann á fund Pelós. En Mín-Væ var í senn hissa og mjög hryggur, þegar hann kom til ástmeyjar sinnar. Hún var grát- andi. „Ástin mín,“ stundi hún og læsti örmunum um hálsinn á honum. „Senn skiljast leiðir okkar fyrir fullt og allt, orsökina get ég ekki sagt þér. Ég vissi þegar í upphafi. að til þessa myndi koma. En snöggvast fannst mér þetta svo grimmilegt áfall, svo óvænt ógæfa, að ég gat ekki annað en grátið. Við sjáumst aldrei framar að þess- ari nóttu liðinni, elsku vinur minn, en ég veit, að þú munt aldrei geta gleymt mér, meðan þú lifir. Ég veit, að þú munt verða mikill vísinda- maður, og mikil frægð og auðæfi munu falla þér í skaut. Og ég veit, að einhver fögur og elskurík kona mun hugga þig, þótt þú missir mig. Nú skulum við ekki tala meira um sorgir; við skulum eyða þessu hinzta kvöldi í glaðværð, svo að minningin um mig verði ekki sársaukablandin, og þú getur frem- ur minnzt hlátra minna en tára.“ Svo þerraði hún hin skæru tái' af augum sér og sótti vín og nótna- blöð og hörpu með sex siikistrengj - um og vildi ekki leyfa Mín-Væ að minnast meira á skilnaðinn. Hún söng fyrir hann gömul ljóð um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.