Dvöl - 01.04.1942, Side 42
120
DVÖL
Hví má hann ekki sofa í húsi mínu
að vetrinum, þegar snjóa er von?“
Og faðir Mín-Væs svaraði, mjög
undrandi:
„Herra! Sonur minn hefir hvorki
komið til taorgarinar né verið á
heimili okkar í liðlangt sumar. Ég
er hræddur um, að hann hljóti að
hafa tekið upp illt líferni og dvelji
á kvöldin í vondum félagsskap —
ef til vill við spil eða drykkju með
dræsunum á blómabátunum.“
En hinn tigni valdsmaður svar-
aði:
„Nei, það er óhugsandi. Ég hefi
aldrei orðið þess var, að slíkt leynd-
ist í fari drengsins, og það eru
hvorki veitingahús, blómabátar né
nein svallarah'eimkynni í nágrenn-
inu. Það er enginn vafi á því, að
Mín-Væ hefir kynnzt einhverri fal-
legri mey á reki við hann, og hjá
henni dvelur hann á kvöldin.
Hann hefir einungis skrökvað að
mér af ótta við það, að ég myndi
ella ekki leyfa honum að fara úr
húsi mínu. Ég bið þig að minnast
ekki á þetta við hann, fyrr en mér
gefst tækifæri til þess að ljóstra
upp leyndarmálinu. í kvöld mun ég
láta þjóna mína fylgja honum eftir
og huga að, hvert hann fer.“
Peló féllst þegar á þessa tillögu
og hét því að koma við hjá Tsjang
á heimleiðinni daginn eftir. Um
kvöldið, þegar Mín-Væ hvarf að
heiman, skundaði þjónn í humátt
á eftir honum. En er þangað kom,
er dimmast var á götunni, hvarf
pilturinn allt í einu sýnum, eins
og jörðin hefði gleypt hann. Ör-
vinglaður hvarf þjónninn til baka,
eftir langa og árangurslausa leit.
og sagði frá því, er gerzt hafði.
Tsjang sendi þegar mann á fund
Pelós.
En Mín-Væ var í senn hissa og
mjög hryggur, þegar hann kom til
ástmeyjar sinnar. Hún var grát-
andi.
„Ástin mín,“ stundi hún og læsti
örmunum um hálsinn á honum.
„Senn skiljast leiðir okkar fyrir
fullt og allt, orsökina get ég ekki
sagt þér. Ég vissi þegar í upphafi.
að til þessa myndi koma. En
snöggvast fannst mér þetta svo
grimmilegt áfall, svo óvænt ógæfa,
að ég gat ekki annað en grátið.
Við sjáumst aldrei framar að þess-
ari nóttu liðinni, elsku vinur minn,
en ég veit, að þú munt aldrei geta
gleymt mér, meðan þú lifir. Ég veit,
að þú munt verða mikill vísinda-
maður, og mikil frægð og auðæfi
munu falla þér í skaut. Og ég veit,
að einhver fögur og elskurík kona
mun hugga þig, þótt þú missir mig.
Nú skulum við ekki tala meira um
sorgir; við skulum eyða þessu
hinzta kvöldi í glaðværð, svo að
minningin um mig verði ekki
sársaukablandin, og þú getur frem-
ur minnzt hlátra minna en tára.“
Svo þerraði hún hin skæru tái'
af augum sér og sótti vín og nótna-
blöð og hörpu með sex siikistrengj -
um og vildi ekki leyfa Mín-Væ að
minnast meira á skilnaðinn. Hún
söng fyrir hann gömul ljóð um