Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 77

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 77
DVÖL 156 mannlegu þjáninga. Arsat horfði seinlega í kringum sig og varð loks litið í sólskinið. „Ég sé ekkert,“ sagði hann í hálfum hljóðum við sjálfan sig. „Það er ekkert að sjá,“ sagði hvíti maður og færði sig fram á brúnina á dyraþrepinu og veifaði til ræðara sinna. Óljóst kall barst utan af síkinu, og báturinn tók að . færast í áttina að hreysinu, sem vinur andanna bjó í. „Ég skal bíða í allan dag, ef þú vilt koma með mér,“ sagði hvíti maðurinn og horfði út yfir vatnið. „Nei, Tuan,“ sagði Arsat lágt. „Ég get hvorki sofið né matazt í þessu húsi, en ég verð að sjá, hvert ég fer. Ég get ekkert séð — ég sé ekkert. Það er engin ljósglæta og enginn friður í heiminum. En þar er dauði — þar er svo mörgum bú- inn bani. Við vorum synir einnar og sömu móður — og ég yfirgaf hann mitt á meðal óvina sinna. En nú ætla ég að snúa aftur.“ Hann dró andan djúpt og hélt áfram sem í draumi: „Eftir litla stund verður mér nógu bjart fyrir augum til þess að berjast — berjast. En hún er dáin .... og .... nú .... er myrk- ur.“ Hann breiddi út faðminn, en lét hendurnar síðan síga niður með síðunum og stóð kyrr, svipbrigða- laus og sem stirðnaður. Hann starði á sólina. Hvíti maðurinn vatt sér út í bát sinn. Ræðarar hans ýttu bátnum frá og horfðu um öxl að upphafi erfiðrar ferðar. Sá, er stýrði, hreykti sér í skut og lét stjórnárina liggja í vatninu. Hann hafði vafið hvítum klúti um höfuð sér. Hvíti maðurinn hallaði sér fram á stráþakið á bátskýlinu og horfði á glitrandi varrsímann eftir bátinn. Er hann leit upp, áður en þeir lögðu bátnum út úr síkinu, stóð Arsat enn hreyfingarlaus. Hann stóð þar aleinn í sólskins- breyskjunni. Hann horfði inn í myrkur annarrar veraldar — bak við sóldýrð hins heiða dags. Bókm eniitaverðlaun Þrátt fyrir ófriðarbramlið falla fagrar listir ekki í fyrnsku. Æðstu bókmenntaverðlaun í Rússlandi, Stalin-verðlaunin (10.000 rúblur), voru árið 1941 veitt Mikail Sjolo- koff, höfundi Donsagnabálksins. Bækur hans hafa verið þýddar á mörg tungumál og sumar hverjar á dönsku, þar á meðal „Stille fly- der Don.“ Schillers-verðlaunin svissnesku, sem er æðsta viðurkenning, er skáldum í Sviss, er veitt á ári hverju, féllu árið 1941 í hlut Ro- berts Crottet fyrir skáldsöguna „Maouno“, er gerist í þorpi nirzt í Lapplandi. Robert Crottet fæddist í Pétursborg, en dvaldi bernzkuár sín í Helsingfors. Hann er einn af öndvegishöfundum Svisslendinga, eins og að líkum lætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.