Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 68

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 68
146 D VÖL auðvelt að sefa anda hans, sem til einskis eru gjarnari en að láta hefnd fyrir illsku hans ganga yfir einhverjar mannlegar verur. Hvít- ir menn skeyta ekki um þess hátt- ar, því að þeir eru trúlausir og í kynnum við fjandann, sem leiðir þá gegnum ósýnilegar hættur ver- aldarinnar, svo að þá sakar eigi. Aðvörunum góðra manna svara þeir með því að krefjast argasta trúleysis. Hvað er þá hægt að gera? Slíkar voru hugsanir þeirra, er þeir hölluðu sér fram á langa stjaka sína. Hinn stóri bátur rann hratt, hljóðlaust og léttilega að landi þar til stjökunum var stung- ið við með léttu skvampi. Báturinn nam við hrörlega staurabryggjuna fyrir framan húsið og allir sögðu hástöfum: „Guði sé lof!“ Bátverjarnir kölluðu „Arsat, Arsat“, hver í kapp við annan. Enginn kom. Hvíti maðurinn klifr- aði upp klunnalegan stiga, upp á bambusþrepið framan við húsið. „Við matreiðum í skutnum og sofum í kjölsoginu," sagði einn ræðarinn gremjulega. „Réttið mér brekánið mitt og körfuna,“ sagði hvíti maðurinn fruntalega. Hann kraup á bryggjusporðinn og seildist eftir dóti sínu. Síðan ýttu þeir bátnum frá, en hvíti maðurinn varð eftir og gekk beint í flasið á Arsat, er kom í þessum svifum út um lágar dyr á hreysi sínu. Hann var ungur maður og knálegur, með breiða bringu og vöðvamikla handleggi. Hann var með lendaskýlu eina klæða og ber- höfðaður. Hann horfði stórum og' dj úpum örvæntingaraugum á hvíta manninn, en hafði þó fullt vald á rödd sinni og framgöngu, er hann spurði formálalaust: „Hefurðu meðöl, Tuan?“ „Nei,“ svaraði gesturinn hvumsa. „Nei. En hví spyrðu? Eru veikindi hér?“ „Komdu inn og sjáðu,“ sagði Arsat jafn hæglátlega og áður og hvarf aftur inn um þröngar dyrn- ar. Hvíti maðurinn lét lausa pinkla sína og skundaði á eftir honum. í hálfrökkrinu í híbýlum þess- um sá hann konu liggja á bakinu í bambusrúmi undir stóru, rauðu baðmullarbrekáni. Hún lá graf- kyrr, eins og liðið lík. En stór, gal- opin augu hennar glóðu í rökkr- inu. Hún virtist rýna upp í granna raftana undir þekjunni, en þó voru augun hreyfingarlaus og sljó. Hún hafði mikinn hita og var ber- sýnilega rænulaus. Kinnfiskasog- in var hún og varirnar hálfopnar, og óheillavænlegir drættir gróp- aðir í unglegt andlitið — allt lagt í skorður og nær brostið eins og títt er um meðvitundarlaust fólk, sem er að dauða komið. Menn- irnir tveir horfðu hljóðir á hana. „Hefir hún verið veik lengi?“ spurði ferðamaðurinn. „Ég hefi ekki sofið í fimm nset- ur,“ svaraði Malajinn hikandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.