Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 38

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 38
116 D VÖL fótatak heyrðist á gólfábreiðunum, dúnmjúkum eins og mosabeðja í skógi. Sólargeislar féllu inn milli bambusrimlanna, og annað veifið bar skugga af fuglum, sem flugu fyrir, yfir sólskinsrákirnar. Stór fiðrildi með eldrauða vængi svifu inn og flögruðu stundarkorn meðal skrautkerjanna og hurfu aftur út í leyndardómsfullan skóginn. Húsmóðirin unga kom inn um aðrar dyr, jafn hljóðlátlega og þau, og heilsaði piltinum ástúðlega. Hann bar hendurnar upp að brjóst- inu og hneigði sig djúpt í kveðju- skyni. Hún var hærri heldur en hann hafði álitið hana vera og tág- grönn eins og fögur lilja. Svart hár- ið var fest upp með hvítum tsjú- sja-ki-blómum. Bleikur silkikyrtill- inn skipti litum, er hún hreyfði sig, eins og þegar daggarúði bregð- ur blæ við Ijósbreytingu. , „Skjátlist mér ekki,“ mælti hún, er bæði voru sezt eftir að hafa skipzt á venjulegum kurteisistján- ingum, „er heiðraður gestur minn enginn annarr en Tín-sjó, kall- aður Mín-Væ, kennara barna hins virðulega frænda míns og tigna embættismanns, Tsjangs. Ætt Tsjangs er einnig mín ætt, og því get ég litið á kennara hans eins og ættingja minn.“ „Yngismær!" svaraði Mín-Væ mjög undrandi. „Leyfist mér að spyrja um nafn þinnar göfugu ætt- ar og skyldleika þinn við hinn tigna velgerðarmann minn?“ „Nafn minnar lítilfjörlegu ætt- ar,“ svaraði stúlkan fagra, „er Ping — gömul ætt frá borginni Tsjín-tó. Ég er dóttir Sæ frá Món-tíaó; sjálf heiti ég einnig Sæ. Ég var gefin ungum manni af Ping-ættinni, er hét Kang. Við giftinguna komst ég í ætt hins ágæta velgerðamanns þíns. En maður minn dó skömmu eftir brúðkaup okkar, og ég hefi kosið að búa á þessum afskekkta stað meðan ég lifi í ekkjudómi.“ Það var vær hreimur í rödd hennar, eins og lækjarhjal eða niður í uppsprettu, og svo dul- magnaðan yndisþokka hafði Mín- Væ aldrei áður orðið var í orðræðu nokkurrar manneskju. Er hann vissi, að hún var ekkja, gerði hann statt að dvelja ekki lengi í návist hennar, nema honum væri boðið það með tíðkanlegri viðhöfn, og bjóst því til brottferðar, er hann hafði dreypt á ljúffengu tei, sem honum var borið. En Sæ vildi ekki leyfa honum að fara svo bráðla. „Nei, vinur,“ sagði hún. „Staldr- aðu enn við stutta stund í húsi mínu; ég bið þig þess. Því að frétti hinn heiðraði húsbóndi þinn það einhverntíma, að þú hafir verið hér og ég hafi ekki tekið eins á móti þér og sæmir, þegar mikils- metinn gest ber að garði, og veitt þér eins og honum sjálfum, veit ég, að hann yrði mjög reiður. Hinkraðu að minnsta kosti við til kvöldverðar.“ Svo Mín-Væ hinkraði við og gladdist á laun í hjarta sínu, því að honum fannst Sæ sú fegursta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.