Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 69

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 69
o VÖI, 147 „Fyrst heyrði hún raddir kalla á sig úr síkinu, svo að ég átti fullt í fangi með að halda henni. En hún hefir ekkert heyrt síðan um sólarupprás í morgun — hún heyr- ir ekki til mín. Hún sér ekkert. Hún sér mig — mig ekki!“ Hann þagði stundarkorn en spurði síðan undurlágt: „Deyr hún, Tuan?“ „Ég er hræddur um það,“ sagði hvíti maðurinn sorgbitinn. Hann hafði kynnzt Arsat í fjarlægu landi fyrir mörgum árum; það var á hættulegum þrautatímum, þegar enginn forsmáir sannan vin. Síðan hann settist að í hreysinu við sík- ið með ókunnri konu, hafði hann oft gist hjá honum á ferðum sín- um um fljótið. Honum gazt vel að þessum manni, sem var tryggur í leynum hugans og gekk óskelfdur til orrustu við hliðina á hvítum fé- laga sínum. Honum gazt vel að honum — og þó ekki eins og hús- bónda að dálætishundi sínum. Enn gat hann rétt honum hjálp- arhönd án þess að spyrja í þaula og stundum kom það fyrir, að hon- um datt snöggvast í hug, mitt í daglegri önn sinni, þessi einmana- legi maður og hárprúða konan hans, upplitsdjörf og hvasseyg, hjónin, er bjuggu tvö ein í skóg- hium og flestum stóð stuggur af. Hvíti maðurinn kom út úr kof- anum í tæka tíð til þess að sjá toðaglóð sólsetursins fölskvast. Hökkrið, er engu var líkara en legði upp úr skóginum eins og dökk, efnislaus gufa og dreifðist út í geiminn, myrkvaði aftanroð- ann á skýj atröfunum og slökkti ljós hins hnígandi dags í skyndi. Að fám mínútum liðnum tóku stjörnurnar að blika yfir hinu mikla myrkurhveli jarðar, og síkið, sem endurspeglaði ljósskrúðið, varð á svipstundu líkast spor- öskjulöguðu broti úr hvelfingu næturhiminsins, er hrapað hefði þarna niður í einhverja botnleysu. Hvíti maðurinn tók matföng upp úr körfunni, tíndi saman fáein sprek, er lágu við kofadyrnar og kveikti eld. Ekki gerði hann það þó til þess að hlýja sér, heldur til þess að láta reykinn halda flug- unum brott. Hann vafði brekáninu utan um sig, og hallaði sér upp að pílviðarveggnum og reykti. Hann var þungt hugsi. Arsat læddist hljóðlega út um dyrnar og tyllti sér við bálið. Hvíti maðurinn hreyfði fæturna ofurlítið. „Hún andar,“ sagði Arsat lágt og leitaði fyrir sér um þá spurningu, sem honum lá á vörum. „Hún and- ar og þjáist af ofsalegum sótthita. Hún þegir. Hún heyrir ekki — og brennur af sótthita.“ Hann þagði stundarkorn, en spurði síðan, lágt og stillilega: „Tuan! Deyr hún?” Hvíti maðurinn yppti öxlum vandræðalega og dró viö sig svar- ið: „Ef það eru forlög hennar,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.