Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 61
DVÖL
139
Meðal hinna nngn:
Að þessu sinni birtist hér saga eftir ungan Rangæing, Ólaf Þ. Ing-
varsson frá Vetleifsholti, og kvæði eftir Jónas Tryggvason frá Finns-
haga. — Ólafur er 19 ára gamall og hefir talsvert fengizt við ritstörf,
allt frá því hann var 13 ára gamall. Hafa ýmsar sögur hans birzt í
„Æskunni" og „Unga íslandi". Ólafur hefir engrar skólagöngu notið
og ávallt dvalið heima í föðurgarði. — Jónasar Tryggvasonar var að
nokkru getið í hefti Dvalar, er kvæði hans, Fjallgöngumaður, birtist.
Cramla heyið
Eftir Ólaf 1». Ingvai'NMOii
"WETURINN hafði verið bændun-
* um í Eystrisveit mjög erfið-
ur. Framan af hafði verið storma-
samt, með stórhríðum á köflum,
ásamt fádæma gaddhörku. Það
var farið að gefa öllum skepnum
fyrir jólaföstu, og var það ekki
vani þar í sveit.
torgið. Úr ótal gúmmíslöngum, með
stóra bursta á endunum, bogar
vatn, því að nú skal torgið þvegið
eftir morgunysinn.
Að stundarfjórðungi liðnum er
því starfi lokið. Öll merki hins ið-
andi lífs eru máð brott, og torgið
autt og mannlaust. Minnisvarði
Alexöndru keisaradrottningar
bendir til himins í hljóðri aðvör-
un: „Torgsölu er lokið í dag!“
Svo var fyrir fjórum árum.
Skyldi þetta sérkennilega torg bera
sama svip enn í dag? Koma fiski-
mennirnir þangað enn með síld,
makríl og lúru? Og halda sölu-
karlar og kerlingar þar enn velli,
þrátt fyrir ógnir ófriðarins?
Síðastliðið sumar hafði verið
erfitt, rosasamt svo vikum skipti
og stuttir þurrkar. Heyfengur var
því í lakara lagi, bæði að vöxtum
og gæðum. Gekk því mjög fljótt
á heyforðann hjá flestum. Þegar
kom fram á þorra voru margir
farnir að sjá fram á heyleysi. Þó
voru sumir, er áttu heyfyrningar
ár frá ári, og meðal þeirra var
Baldur gamli í Eystra-Gerði.
Hann var nú orðinn gamall og
lúinn, karlinn, en þó kom hann á
hverjum degi upp í heygarðinn og
fylgdist með heyforðanum.
„O, ætli það slarkist ekki af,
svona fram á einmánuðinn,“ taut-
aði hann í úfið skeggið og fékk sér
korn í nefið.
„Nei, það var víst lítil hætta á
því að hann Baldur gamli yrði
heylaus," sögðu menn......Bald-
ur gamli hafði orð fyrir að vera
dálítið sérvitur á köflum. Eitt var
það, að ekki mátti snerta á heyi
einu, er stóð út af fyrir sig, í einu
horni heygarðsins. Þarna hafði
það staðið í fimm ár og ekki verið
lw