Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 77
DVÖL
156
mannlegu þjáninga. Arsat horfði
seinlega í kringum sig og varð loks
litið í sólskinið.
„Ég sé ekkert,“ sagði hann í
hálfum hljóðum við sjálfan sig.
„Það er ekkert að sjá,“ sagði
hvíti maður og færði sig fram á
brúnina á dyraþrepinu og veifaði
til ræðara sinna. Óljóst kall barst
utan af síkinu, og báturinn tók
að . færast í áttina að hreysinu,
sem vinur andanna bjó í.
„Ég skal bíða í allan dag, ef þú
vilt koma með mér,“ sagði hvíti
maðurinn og horfði út yfir vatnið.
„Nei, Tuan,“ sagði Arsat lágt.
„Ég get hvorki sofið né matazt í
þessu húsi, en ég verð að sjá, hvert
ég fer. Ég get ekkert séð — ég sé
ekkert. Það er engin ljósglæta og
enginn friður í heiminum. En þar
er dauði — þar er svo mörgum bú-
inn bani. Við vorum synir einnar
og sömu móður — og ég yfirgaf
hann mitt á meðal óvina sinna. En
nú ætla ég að snúa aftur.“
Hann dró andan djúpt og hélt
áfram sem í draumi:
„Eftir litla stund verður mér
nógu bjart fyrir augum til þess
að berjast — berjast. En hún er
dáin .... og .... nú .... er myrk-
ur.“
Hann breiddi út faðminn, en lét
hendurnar síðan síga niður með
síðunum og stóð kyrr, svipbrigða-
laus og sem stirðnaður. Hann starði
á sólina. Hvíti maðurinn vatt sér
út í bát sinn. Ræðarar hans ýttu
bátnum frá og horfðu um öxl að
upphafi erfiðrar ferðar. Sá, er
stýrði, hreykti sér í skut og lét
stjórnárina liggja í vatninu. Hann
hafði vafið hvítum klúti um höfuð
sér. Hvíti maðurinn hallaði sér
fram á stráþakið á bátskýlinu og
horfði á glitrandi varrsímann eftir
bátinn. Er hann leit upp, áður en
þeir lögðu bátnum út úr síkinu,
stóð Arsat enn hreyfingarlaus.
Hann stóð þar aleinn í sólskins-
breyskjunni. Hann horfði inn í
myrkur annarrar veraldar — bak
við sóldýrð hins heiða dags.
Bókm eniitaverðlaun
Þrátt fyrir ófriðarbramlið falla
fagrar listir ekki í fyrnsku. Æðstu
bókmenntaverðlaun í Rússlandi,
Stalin-verðlaunin (10.000 rúblur),
voru árið 1941 veitt Mikail Sjolo-
koff, höfundi Donsagnabálksins.
Bækur hans hafa verið þýddar á
mörg tungumál og sumar hverjar
á dönsku, þar á meðal „Stille fly-
der Don.“
Schillers-verðlaunin svissnesku,
sem er æðsta viðurkenning, er
skáldum í Sviss, er veitt á ári
hverju, féllu árið 1941 í hlut Ro-
berts Crottet fyrir skáldsöguna
„Maouno“, er gerist í þorpi nirzt
í Lapplandi. Robert Crottet fæddist
í Pétursborg, en dvaldi bernzkuár
sín í Helsingfors. Hann er einn af
öndvegishöfundum Svisslendinga,
eins og að líkum lætur.