Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 23
D VÖL
101
í þessu kom Miní út á svalirnar
og hrópaði eins og venjulega:
„Cabuliwallah, Cabuliwallah.“ Það
birti yfir andliti Rahnuns,
þegar hann sá hana. í þetta skipti
hafði hann engan sekk meðferðis,
svo að hún gat ekki rætt um
fílinn. Hún sneri sér því að næsta
umræðuefni og sagði:
„Ertu nú á leið til tengdaföður
þíns?“
Rahnun hló og sagði: „Það er
einmitt þangað, sem ég ætla, litla
vina mín.“
En þegar hann sá, að hún hafði
ekki gaman að þessu, rétti hann
hendur sínar bundnar í áttina til
hennar: „Ó, ég vildi svo gjarnan
lumbra á þeim gamla, en hendur
mínar eru bundnar.“-------Rahnun
var ákærður fyrir morðtilraun og
dæmdur í margra ára betrunar-
húsvist.
Tíminn -leið, og við gleymdum á-
vaxtasalann. Líf okkar rann áfram,
rólegt og tilbreytingalítið. Við und-
um lífinu vel við sömu störf í sama
umhverfinu ár eftir ár og hugs-
uðum sjaldan eða aldrei um, hvern-
ig fjallabúanum, sem einu sinni
var frjáls förumaður, leið undir
oki réttvísinnar.
Því miður verð ég að viðurkenna,
að mín lífsglaða Miní gleymdi þess-
um gamla vini sínum. Nýir félag-
ar áttu nú hug hennar allan. Þeg-
ar hún eltist var hún löngum meö
stallsystrum sínum. Nú hafði hún
jafnvel ekki tíma til þess að koma
inn til mín og rabba við mig eins
og í gamla daga.----Og árin liðu.
Ennþá einu sinni kom haust, og
nú undirbjuggum við brúðkaup
Míní. Það skyldi haldið um Tuja-
helgina, Þegar Durga sneri aftur
til Kailar, mundi einnig sólin yfir-
gefa heimili okkar til þess að
skína á heimili tengdaföður henn-
ar.-------
Brúðkaupsdagurinn kom. Morg-
unninn var sólbjartur. Það var eins
og regnið hefði þvegið himin-
hvolfið, og sólin skein eins og
skíragull. Geislar hennar vörpuðu
ljóma — jafnvel á hinar skugga-
legu hliðargötur Kalkúttaborgar.
Brúðkaupsflauturnar höfðu
hljómað frá því snemma um morg-
uninn og mér fannst hjarta mitt
slá eftir hljómfalli þeirra. Það
var eins og hljómurinn í lag-
inu yki sársauka skilnaðarins. Frá
því árla morguns hafði verið ys
og þys á heimilinu. Úti í garðinum
átti aö reisa hásætishimin á
bambusstöngum. í hvert herbergi
og á allar svalir átti að hengja
skrjáfandi ljósakrónur. Alls staðar
var unnið af kappi og gleði
Ég sat í vinnustofunni og var að
athuga reikninga, þegar maður
kom inn til mín, staðnæmdist fyr-
ir framan mig og heilsaði með lotn-
ingu. Ég þekkti hann ekki þegar
í stað. En þegar hann brosti, þekkti
ég hann. Það var Rahnun, ávaxta-
salinn frá Kabúl. Nú bar hann ekki