Dvöl - 01.04.1942, Page 72

Dvöl - 01.04.1942, Page 72
150 D VÖL ráfaði ég um stíginn fyrir framan baðskýlin, og þegar sól var hnig- in til viðar, skreið ég meðfram jasmíngerðinu, sem var kringum kvennagarðinn. Við töluðum saman á laun milli blómstönglanna, gegn- um laufbreiðurnar, í hávöxnu grasstóðinu. Við vorum varkár og héldum í skefjum heitum ástríð- um okkar. Tíminn leið fljótt .. og kvenfólkið pískraði sín á milli — og óvinir okkar voru á varð- bergi. Bróðir minn gerðist þung- búinn, og mér duttu manndráp í hug... Við eigum kyn til að taka það, sem við höfum girnd á — eins og þið, hvítu mennirnir. Það getur komið til, að agi og undir- gefni gleymist. Stjórnendum er fengið vald og máttur, en allir geta elskað og sýnt hugdirfð. Bróðir minn sagði: „Þú skalt ræna henni úr klóm þeirra. Við erum nauða- líkir.“ Og ég svaraði: „Látum það þá ekki dragast úr hömlu, því að ég sé ekki sólina fyrir henni.“ Okkur gafst færi, þegar land- stjórinn og allir fyrirliðarnir fóru niður að árósunum til þess að veiða fisk við tjörublys. Það voru hundrað bátar, og á hvítum sand- inum milli skógarins og árinnar voru reistir laufskálar fyrir höfð- ingjana og nauðþurftir þeirra. Reykurinn frá eldstæðum þeirra voru eins og blá kvöldský, og það- an barst glaðvær kliður. Bróðir minn kom til mín, er þeir voru að hyggja að bátunum, sem nota átti við fiskreksturinn, og sagði: „í kvöld." Ég skoðaði vopn mín, og þegar þar að kom, var okkar kænu skipað í bátahvirfinguna. Við höfð- um blys. Ljósin spegluðust í vatn- inu, en allt umhverfis var myrk- ur. Við héldum brott þegar þeir tóku að æpa, og æsingin hafði tryllt þá. Við köstuðum blysinu í ána og héldum til lands. Þar sást aðeins bjarmi af eldi hér og þar. Annars var niðdimmt. Við heyrðum skrafið í ambáttunum við skýlin. Við biðum á afviknum og völdum stað. Hún kom. Hún kom hlaupandi eftir ströndinni og var hraðstíg- Engin spor sáust. Hún var eins og lauf, sem golan feykir í sjóinn. „Farðu og taktu hana og berðu hana út í bátinn,“ sagði bróðir minn, myrkur á svip. Ég tók hana í fangið. Hún var sprengmóð. Hjarta hennar barðist við barm mér. Ég mælti: „Ég ræni þér frá þessu fólki. Hjarta mitt kallaði á þig, og þú komst,og nú ber ég þig í fanginu út í bátinn minn, gegn vilja landstjórans.“ „Þetta er rétt,“ sagði bróðir minn. „Við tök- um það, sem okkur leikur hugur á, og höldum því, þótt við marga sé að etja. Við hefðum átt að ræna henni í björtu.“ Ég svaraði: „Við skulum forða okkur,“ því að eftir að hún var komin í bátinn, var mér hugstæðast, hve liðmargur landstjórinn var. „Já, við skulum forða okkur,“ sagði bróðir minn. „Við erum orðnir útlagar, og þessi bátur er ríki okkar — og sjórinn er griðastaður okkar.“ Hann doK-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.