Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 96
94
Hlin
Jeg hef nefnt hjer nokkra ágalla, en rnargt er ótalið.
En nú kem jeg að bæjarlækjunum, en um þá átti þetta
greinarkorn að fjalla. — Frá upphafi íslandsbygðar hafa
bæjarlækirnir okkar verið ímynd hins vökula starfs, frið-
ar og fegurðar. J?eir hafa um langt skeið verið hundr-
uðum íslenskra sveitaheimila heilsugjafar og hreinlætis-
verðir, þeir hafa, til skamms tíma, verið brauðgjafar á
borð fólksins, meðan þeir knúðu kornmyllur heimil-
anna. Þeir hafa um aldaraðir þulið sitt draumfagra
töfraspil í eyru hverfandi og komandi kynslóða, þeir
hafa sungið og syngja enn undir ástaljóð elskendanna.
Þeir hafa raulað undir vísnalög kvenna, sem þvoðu lín
í blátærri bunu þeirra, þeir hafa hlegið og grátið með
börnunum okkar, sem tíndu blóm á bökkum þeirra. —
Þetta og margt fleira hafa þeir fyrir okkur gert, þeir eiga
í sjer fólginn þann mátt, sem skapað getur okkur bæði
gleði og hagsæld. Þeir bíða og bjóða okkur hjálp sína til
þess að gera líf okkar ljettara og fegurra.
Nú spyr jeg: Hvaða artir höfum við sýnt þessum heiin-
ilisvinum okkar fyrir alt, sem þeir hafa gert og gera, og
munu fúsir til að gera í framtíðinni fyrir okkur og niðja
okkar?
Jeg verð að játa, að mörgum ferst okkur illa aðbúðin
við þá, enda þótt við í þessu tilfelli, eins og æfinlega,
töpum sjálf á því að búa illa að því fagra og göfuga, sem
lífið gefur okkur kost á að njóta. — Að jeg ann svo feg-
urð, yndisauka og gagnsemi bæjarlækjanna, stafar ef
til vill meðfram af því, að um hlað bernskuheimilis
míns rann fagur og blátær bæjarlækur. — Hann er mjer
í minni sem fagur og elskulegur leikbróðir æskudaga
rninna og unglingsára. — Jeg minnist margra fallegra
heimilisvenja frá heimili æskuára minna. — Ein var sú,
að faðir minn ljet okkur bræður til skiftis, laugardags-
kvöld hvert, eftir að snjór loksins var leystur af læknum
á vorin, moka hann upp og snyrta bakka hans og farveg