Hlín - 01.01.1942, Blaðsíða 102
100
Hlin
Stöndum saman. Störfum glaðar!
Tískan er eitt í dag, annað á morgun, og er oft talað
um hana með lítilsvirðingu af þeim, sem yfir hana
þykjast hafnir. — En tískan getur líka verið af þeim
toga, að hún reynist varanleg og orki stórum á yfirstand-
andi tíma og komandi.
í menningu okkar íslendinga er einn þáttur nú í mjög
áberandi vexti, og á jeg þar við húsmæðrafræðsluna,
eða stofnun húsmæðraskóla, sem hafa heimilismenn-
ingu að takmarki og beita verklegri kenslu sem aðalefni.
Rjettur konunnar sem húsmóður hefur, því miður,
ekki hafist í hlutfalli við önnur kvenrjettindi, og kann
vera að hinn ötuli áhugi fyrir húsmæðrafræðum, sem
nú ríkir, sje andsvar við þessu öfugstreymi. — Nú er enn-
fremur verið að vinna að stofnun keúnaraskóla fyrir hús-
mæðraskólakennara, og er það fagnaðarefni mikið.
Það er sameiginlegt öllum nýgræðingi, að vel þarf að
honum að hlynna, ef hann á að ná góðum og þroskavæn-
legum vexti. — Þar munu kennarar húsmæðraskólanna
þurfa að standa vel á verði.
Því virðist mjer tímabært orðið, að þessi unga og fá-
menna kennarastjett bindist samtökum eða fjelagsskap
til þess að vinna að sameiginlegum áhugamálum í þágu
húsmæðrafræðslunnar.
Leyfi jeg mjer því að skora á kennara við alla hús-
mæðraskóla landsins (og aðrar konur, er að húsmæðra-
mentun starfa), að vinna að framgangi þessa máls og svo
skjótum framkvæmdum sem verða má.
Skrifað í júlí 1942.
Halldóra Sigurjónsdóttir, Laugum.