Melkorka - 01.05.1944, Blaðsíða 13
MELKORKA
TÍMARIT KVENNA
Ritstjóri:
Rannveig Kristjánsdóttir
Ritnefnd:
Þóra Vigjúsdóttir ■ Valgerður Briem
Petrína Jakobsson
Afgreiðsla: Skóluvörðustíg 19. Sími 2184
Teikningar: Ragnhildur Olajsdóttir
Kápumynd: Þorvaldur Skúlason
PRENTSMIÐJAN HÓLAR H-F
V_______________________________________/
stúlkur, sem stunda vinnu, en vildu nota frí-
stundir sínar til þess að mennta sig. Vegna þess
hvað laun þeirra eru lág, þá verða þær að eyða
frístundum sínum í að malla, sjóða, þvo og
staga, af því að laun þeirra hrökkva ekki fyrir
brýnustu þörfum.
Eða ekkjur, sem eru fyrirvinna heimila sinna.
Fyrir nokkrum árum var hér ung ekkja með 9
börn. Hún varð að skilja heimilið eftir í umsjá
elztu dóttur sinnar, 14 ára, og áttræðrar móður,
til þess að komast út að vinna fyrir heimilinu.
Hún fékk vinnu í verksmiðju, en vegna þess að
laun hennar fyrir heilan vinnudag, til kl. 6 að
kvöldi, nægðu engan veginn, þá fékk hún fyrir
velvild verksmiðjustjórans að vinna lengur, eða
til kl. 11 að kvöldi. Þrátt fyrir þennan langa
vinnudag urðu launin ekki eins há og daglauna-
manns fyrir 9 tíma vinnu. A næturna og kvöldin
varð hún að þjóna barnahópnum og sunnu-
dagarnir voru þvottadagar. Ég veit, að það eru
margir sem segja, að þetta hefði engin manneskja
þolað, en þetta er sannleikur. Síðast en ekki sízt,
að einmitt þessar lágu launagreiðslur eru karl-
mönnum hættulegur, vegna þess að stúlkur eru
teknar til ýmissa starfa af því að þær eru ódýr-
ari vinnukraftur, sem atvinnurekendur græða
meira á, og útiloka karla þar með frá vinnu.
Þessu til sönnunar má nefna íshússvinnuna. Áður
fyrr voru það nær eingöngu karhnenn, sem
unnu í frystihúsunum, en nú eru það nær ein-
göngU konur. Eins er það í fleiri atvinnugrein-
um. Þetta þurfa menn að athuga, þegar þeir eru
að hafa á móti því að stúlkur fái laun eftir verk-
um sínum og í fullu samræmi við laun karla.
Karlmenn eiga að sjá sér hag í því, að kjör
kvenna verði þannig bætt, og viðurkenna það,
að við séum félagar þeirra og jafningjar. Konur
verða líka sjálfar að skilja það, að þeim ber
sömu laun fyrir sömu vinnu. Til þess að ná því
verður við að standa við hlið verkamanna í
hagsmunabaráttunni.
Fyrir utan allt þetta verðum við að athuga það,
að eftir því sem fleiri hendur vinna að sköpun
verðmætanna, eiga kjör fólksins að geta orðið
betri, ef verðmætunum er skipt rétt. Við sjáum
það öll áþreifanlega í þessu stríði. Hvernig gætu
þjóðir Ráðstjórnarríkjanna staðizt þetta stríð, ef
konurnar, sem eru rúmur helmingur þjóðanna,
hefðu ekki lagt sinn mikla skerf til framleiðsl-
unnar í löndum sínum undanfarinn aldarfjórð-
ung.
Stúlkur um allt land, hvaða vinnu sem þær
stunda, verða nú að láta þessi mál til sín taka,
hver á sínum stað og tengja þau verkalýðsbar-
áttunni. Við verðum að láta okkur skiljast það,
að kvenréttindabaráttan er hagsmunabarátta.
Á íslandi þurfti hin lœrða mær ekki fortjald
Meðan lagaskólinn í Bologna á Ítalíu stóð í miklum
blóma á miðöldum, er frá því sagt, að einn af kennurun-
um, sem átti að kenna rómversk lög, varð veikur. Dóttir
hans tók þá að sér að kenna lögin, meðan faðir hennar
var veikur, en í kennslustundunum stóð hún bak við for-
tjald, svo að enginn sá hana, og þótti ekki annað sæma.
Gunnlaugur munkur nefnir stúlku latínulærða, sem
var á Hólurn í tíð Jóns hins helga Ogmundssonar. Nefn-
ir hann fyrst ýmsa af liinum lielztu lærisveinum Jóns
biskups, er síðar urðu margir þekktustu embættismenn
landsins á sinni tíð, og síðan segir hann: „Þar var og í
fræðinámi lireinferðug jungfrú er Ingunn hét. Öngum
þessum var hún síðri í sögðum bóklistum; kenndi hún
mörgum gramiticam og fræddi livern er nema vildi; urðu
því margir vel menntir undir hennar hendi. Hún rétti
mjög latínu bækur, svo að hún lét lesa fyrir sér, en hún
sjálf saumaði, tefldi eða vann aðrar hannyrðir með lieil-
agra manna fyrirsögn, kynnandi mönnum guðsdýrð eigi
aðeins með orðum munnsins, heldur og með verkum
handanna."
MELKORKA
9